fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
433Sport

United skrefi nær því að fá Sancho í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Spors fullyrðir að Manchester United sé nær því í dag en í gær að geta gengið frá kaupum á Jadon Sancho kantmanni Borussia Dortmund í sumar. Félagaskiptaglugginn lokar í byrjun október.

Sancho hefur verið efstur á óskalista Manchester United í sumar en hár verðmiði Dortmund hefur truflað málið. United hefur nú náð samkomulagi við Sancho og umboðsmann hans.

United vill ekki lenda í því að borga of há laun en koma Alexis Sanchez til félagsins reyndist erfitt þegar semja átti við aðra leikmenn, hann var á alltof háum launum.

Sky Sports segir að hjólin í máli Sancho séu byrjuð að snúast og að líkur séu á að United geti keypt hann. Dortmund hefur sagt að Sancho sé ekki til sölu en 109 milljónir punda myndu duga til þess að fá hann.

Sancho var frábær með Dortmund á síðustu leiktíð og vitað er af áhuga hans á að ganga í raðir Manchester United.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City