fbpx
Föstudagur 30.október 2020
433Sport

Einkunnir eftir niðurlægingu í Brussel – Hólmbert ljósið í myrkrinu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. september 2020 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland heimsótti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld í Brussel og eins og flestir höfðu spáð var sigur Belga auðveldur.

Ísland tók forystuna í leiknum á tíundu mínútu með marki Hólmberts Arons Friðjónssonar. Skot hans fór í varnarmann og þaðan í netið.

Eftir frábæra byrjun setti lið Belga í gír og var staðan 2-1 í hálfleik. Leiknum lauk svo með 5-1 sigri Belga sem voru miklu sterkari aðiliinn í síðari hálfleik.

Einkunnir eru hér að neðan.

Ögmundur Kristinsson 6
Fékk á sig fimm mörk en bjargðai því að þau yrðu fleirri. Hefði mátt gera betur í öðru marki Belga og verja boltann til hliðar.

Hjörtur Hermansson 3
Var í miklu brasi með snögga Belga á vinstri kantinum og vantaði hjálp oft á tíðum.

Hólmar Örn Eyjólfsson 3
Eins og Jón Guðni fór krafturinn úr Hólmari í síðari hálfleik.

Jón Guðni Fjóluson 3
Fín frammistaða framan af leik en það fór síðan að halla undan fæti.

Ari Freyr Skúlason 4
Fyrirliðinn gerði vel í fyrri hálfleik en síðan hallaði undan fæti.

Arnór Sigurðsson (´72) 4
Var týndur framan af leik en átti nokkra ágætis spretti þegar líða tók á. Horfði á boltann frekar en að elta manninn í fjórða marki Belga.

Birkir Bjarnason 5
Yfirveguð frammistaða en það hallaði undan fæti undir restina.

Guðlaugur Victor Pálsson 5
Ekki sama stjörnu frammistaða og gegn Englandi en ágætt þó.

Andri Fannar Baldursson (´54) 5
Fyrsti landsleikurinn, enginn sýning en komst ágætlega frá sínu. Framtíð hans er björt.

Albert Guðmundsson 5
Átti nokkra góða spretti í síðari hálfleik og hefði með smá gæðum getað skorað hið minnsta eitt mark

Hólmbert Aron Friðjónsson (´70) 7 – Maður leiksins
Besti leikmaður Íslands, markið var heppni en Hólmbert hélt bolta vel og kom honum í spil.

Varamenn:

Emil Hallfreðsson (´54) 5
Ágætis inkoma þó lítið hafi borið á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útvarpsstjórinn hræddi líftóruna úr Rúnari þegar hann brá sér í hlutverk jólasveins

Útvarpsstjórinn hræddi líftóruna úr Rúnari þegar hann brá sér í hlutverk jólasveins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óttast að biðin geti orðið löng og erfið

Óttast að biðin geti orðið löng og erfið
433Sport
Í gær

Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í jafntefli – Arnór kom inn á

Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í jafntefli – Arnór kom inn á
433Sport
Í gær

Rúnar Alex byrjar í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal

Rúnar Alex byrjar í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Næsti forseti vill fá Guardiola og gamlar hetjur heim

Næsti forseti vill fá Guardiola og gamlar hetjur heim
433Sport
Í gær

Ættfræði Ísaks skoðuð í breskum miðlum – Fæðingarstaður hans opnar á stórt tækifæri

Ættfræði Ísaks skoðuð í breskum miðlum – Fæðingarstaður hans opnar á stórt tækifæri