Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir snemma í leiknum. Arsenal menn voru sterkir eftir þetta en í seinni hálfleik ákvað Liverpool að spýta í lófana. Takumi Minamino náði að jafna leikinn fyrir Liverpool þegar um korter var eftir af leiknum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og fór leikurinn því í vítaspyrnukeppni.
Bæði lið skoruðu örugglega úr fyrstu tveimur vítaspyrnunum sínum en hinn ungi Rhian Brewster klúðraði þriðja vítinu fyrir Liverpool. Arsenal skoraði örugglega úr sínum spyrnum en Aubameyang tók síðustu spyrnuna og tryggði Arsenal sigurinn.