fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
433Sport

KR í sóttkví – Verða í sóttkví þegar næsti leikur á að fara fram

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 09:37

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson fótbolti, Frostaskjól, Fylkir, karlar, knattspyrna, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, Pepsimax-deildin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR-liðið náði ekki að komast til Íslands fyrir miðnætti í gærkvöldi og þarf liðið því að fara í sóttkví þar sem nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti.

RÚV greinir frá því að vélin hafi lent rúmlega hálftíma eftir miðnætti og þarf liðið því og allir sem voru með í för að fara í fjögurra til sex daga sóttkví. Ástæða ferðarinnar var leikur KR við Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en KR tapaði leiknum, 6-0. KR á að spila við Val á Laugardag en ef liðið þarf að vera í sóttkví þá missir það af leiknum.

Jónas Kristjánsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, segir í samtali við RÚV að hann viti ekki betur en að liðið þurfi að fara eftir nýju reglunum sem tóku gildi á miðnætti. Í reglunum segir að allir sem fara í sýnatöku við komu til landsins þurfi að fara í 4-5 daga sóttkví og síðan í aðra sýnatöku.

FH, Víkingur og Breiðablik eiga öll eftir að fara til Evrópu á næstunni til að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar og munu þessar reglur því að öllum líkindum hafa áhrif á þau lið líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham

Lærisveinar Roy Hodgson unnu Fulham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City

Aguero aftur á meiðslalista Manchester City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City

Phil Foden bjargaði stigi fyrir Manchester City