fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Pepsi Max-deildin: Svona fóru fyrstu leikirnir eftir hlé – Eiður og Logi enn taplausir

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í dag. Um var að ræða fyrstu leikina eftir kórónuveirupásuna. KR tók á móti FH og Grótta mætti í Garðabæinn til Stjörnunnar.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig leikir dagsins fóru:

KR 1-2 FH

FH byrjaði leikinn betur og náði Daníel Hafsteinsson að koma liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleik. Kristján Flóki Finnbogason náði þó að jafna metin fyrir Vesturbæjarliðið skömmu áður en flautað var til hálfleiks og var staðan því jöfn þá. Þegar um klukkutími var liðinn af leiknum kom Ólafur Karl Finsen inn á í sínum fyrsta leik fyrir FH en hann gekk til liðs við þá í vikunni. Daníel Hafsteinsson skoraði síðan sitt annað mark eftir um 75 mínútur og reyndist það vera sigurmark leiksins.

Lokaniðurstaðan því 1-2 fyrir FH sem hefur enn ekki tapað leik eftir að Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku við liðinu.

Stjarnan 1-1 Grótta

Stjörnunni hefur gengið afar vel eftir að liðið byrjaði aftur að spila eftir sóttkví og virtist liðið vera bara betra eftir hana. Grótta, sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar, náði þó að standa í þeim í dag. Guðjón Pétur Lýðsson kom Stjörnumönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik og virtist vera sem Stjarnan myndi sækja auðvelda þrjá punkta gegn Gróttu. Þeir voru meira með boltann og áttu fleiri hættulegar sóknir í leiknum en þrátt fyrir það náði Grótta að jafna leikinn þegar um korter var eftir af venjulegum leiktíma.

Mörkin urðu ekki fleiri og lokaniðurstaðan því 1-1 jafntefli og Gróttumenn fara heim með mikilvægt stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche