fbpx
Miðvikudagur 21.október 2020
433Sport

Brotist inn á heimili knattspyrnumanns – Rændu milljóna virði af eigum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 9. ágúst 2020 14:36

Philip Billing - Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Phillip Billing, sem leikur með Bournemouth á Englandi, lenti í því afskaplega leiðinlega atviki að brotist var inn í húsið hans um helgina. DailyMail greinir frá þessu.

Þjófarnir stálu skartgripum og öðrum eigum knattspyrnumannsins sem eru milljóna virði í íslenskum krónum. Bournemouth hefur nú ákveðið að auka öryggi leikmanna í kjölfar þjófnaðarins svo aðrir leikmenn lendi ekki í því sama.

Billing var staddur í fríi þegar brotist var inn í húsið hans. Þetta innbrot vekur eflaust upp óhug hjá öðrum knattspyrnumönnum en gríðarlega margir þeirra eru staddir á sólarströndum þessa dagana til að nýta fríið sitt sem best.

Knattspyrnumenn hafa einnig verið duglegir við það að nota samfélagsmiðlana sína í fríinu sínu en Billing gerði það líka. Það að nota samfélagsmiðla til að sýna að maður sé í fríi getur nefnilega hjálpað þjófum að vita hvort það sé auðvelt að brjótast inn.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KSÍ hefur tekið ákvörðun um að gefast ekki upp – Vilja hefja leik í byrjun nóvember

KSÍ hefur tekið ákvörðun um að gefast ekki upp – Vilja hefja leik í byrjun nóvember
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu
433Sport
Í gær

„Við munum bíða eins og góð eiginkona gerir þegar maðurinn fer í fangelsi“

„Við munum bíða eins og góð eiginkona gerir þegar maðurinn fer í fangelsi“
433Sport
Í gær

Sögusagnir um agabrot hjá Íslandsvini ekki réttar

Sögusagnir um agabrot hjá Íslandsvini ekki réttar