fbpx
Þriðjudagur 29.september 2020
433Sport

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í seinni umferð 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester City tók á móti Real Madrid og Juventus spilaði við Lyon.

Manchester City vann fyrri leikinn, 1-2, og þurfti Real Madrid virkilega á sigri að halda til að komast áfram. Snemma í leiknum skoraði Raheem Sterling mark fyrir Manchester City eftir að varnarmaður Real Madrid, Raphael Varane, gerði mitök í vörninni. Þetta voru dýr mistök fyrir Real Madrid liðið sem þurfti heldur betur að spýta í lófana.

Á 28. mínútu náði Karim Benzema að jafna metin fyrir Real Madrid og virtist sem möguleiki væri fyrir spænska liðið að komast áfram. Gabriel Jesus gerði Real Madrid enn erfiðara fyrir þegar hann kom Manchester City aftur yfir á 68. mínútu en markið hans reyndist vera sigurmark leiksins. Real Madrid er því úr leik í Meistaradeildinni en Manchester City er komið í 8-liða úrslit.

Manchester City 2 – 1 Real Madrid
1-0 Raheem Sterling
1-1 Karim Benzema
2-1 Gabriel Jesus

Lyon vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og þurfti Juventus því virkilega að passa að Lyon myndi ekki skora, því þá þyrfti Juventus að vinna með tveimur mörkum. Það var því þungur róður framundan fyrir Juventus menn þegar Memphis Depay kom Lyon yfir úr víti snemma í leiknum.

Cristiano Ronaldo náði að jafna metin með marki úr vítaspyrnu rétt áður en fyrri hálfleikur var blásinn af. Um miðjan seinni háflleik náði Ronaldo að skora sitt annað mark og kom hann Juventus yfir. Fleiri urðu mörkin þó ekki en Lyon fer áfram í 8-liða úrslit þar sem liðið var með fleiri mörk á útivelli. Ronaldo og félagar hans eru því úr leik í Meistaradeildinni.

Juventus 2 – 1 Lyon
0-1 Memphis Depay (víti)
1-1 Cristiano Ronaldo (víti)
2-1 Cristiano Ronaldo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vika til að leysa krísuna

Vika til að leysa krísuna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu þegar Klopp reyndi að hakka Roy Keane í sig í gær

Sjáðu þegar Klopp reyndi að hakka Roy Keane í sig í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Víðir rýnir í stöðu Gylfa Þórs í Bítlaborginni: „Hann virkar helmingi léttari“

Víðir rýnir í stöðu Gylfa Þórs í Bítlaborginni: „Hann virkar helmingi léttari“
433Sport
Í gær

Íslenskur slúðurpakki: Hvað gera Eiður Smári og Logi? – Kristinn gæti endað á Hlíðarenda

Íslenskur slúðurpakki: Hvað gera Eiður Smári og Logi? – Kristinn gæti endað á Hlíðarenda
433Sport
Í gær

Segir Solskjær finna fyrir pressunni núna

Segir Solskjær finna fyrir pressunni núna
433Sport
Í gær

Blóraböggullinn yfirgefur Liverpool á nýjan leik

Blóraböggullinn yfirgefur Liverpool á nýjan leik
433Sport
Í gær

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Nær Thiago að tjasla sér saman?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Nær Thiago að tjasla sér saman?