fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
433Sport

„Það eina sem hægt er að gera í þessu er að bíða, vona það besta og búa sig undir það versta“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 1. ágúst 2020 13:30

Arnar Sveinn, skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Fylkis, sat fyrir svörum í helgarblaði Morgunblaðsins. Þar var rætt um áhrif COVID-19 á knattspyrnumenn.

Arnar var spurður hvort það væri búið að fresta æfingum hjá Fylki og sagði Arnar að það væri ekki búið að gera það. Eflaust var viðtalið þó tekið áður en send var út tilkynning þess efnis að öllum knattspyrnuæfingum hjá þeim sem fæddir eru 2004 eða fyrr hefur verið frestað. „Ég er enginn sérfræðingur í þessu en miðað við hvernig þetta var síðast þegar það var sett tveggja metra regla voru æfingar ekki leyfðar nema með ströngum skilyrðum. Þá var frekar erfitt að halda fótboltaæfingu. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera eitthvað öðruvísi núna,“ sagði Arnar.

Aðspurður hvort knattspyrnumenn séu svarstýnir á stöðuna segir Arnar að þeir sem hann þekkir séu ekki mjög spenntir fyrir því að þetta sé að gerast aftur. „Menn eru svolítið svartsýnir, sérstaklega í ljósi þess að síðast var þessi tími ekkert sérstaklega skemmtilegur,“ segir hann. „Þá var maður að æfa einn eða kannski með einum eða tveimur öðrum í einhverjum hlaupaæfingum og svo framvegis. Þá og nú er það þessi óvissa sem er uppi. Maður veit ekki hvað þetta varir lengi.“

Þá segir Arnar að hann haldi að leikmenn liðanna á Íslandi séu tilbúnir að gera það sem þarf til að klára mótið, eins og að spila án áhorfenda. „Það er auðvitað ekki jafn skemmtilegt án áhorfenda. Ég held að það sé vilji allra en svo er spurningin hvort félögin geta það,“ segir Arnar.

„Geta þau haldið leiki og verið með fólk í gæslu þegar engar tekjur koma inn af leikjum? Ég held samt að langflestir séu á því að klára mótið, sé kostur á því. Það verður að koma í ljós með hvaða hætti það verður gert og snýst auðvitað á endanum um öryggi fólks. Það eru auðvitað alltaf einhverjir leikmenn sem eru ekki tilbúnir að spila ef allt er ekki öruggt. Það eina sem hægt er að gera í þessu er að bíða, vona það besta og búa sig undir það versta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi
433Sport
Í gær

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru
433Sport
Fyrir 3 dögum

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí
433Sport
Fyrir 4 dögum

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik