fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
433Sport

Sandra leikjahæst í sögu efstu deildar kvenna – Stendur á milli stanganna hjá Íslandsmeisturum Vals

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 6. júlí 2020 15:00

Sandra Sigurðardóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kempurnar í Pepsi Max deild kvenna gefa ekkert eftir og halda áfram að gera það gott. Metnaður og úthald getur spilað stóran þátt í árangri en reynslan skiptir sköpum þegar fram í sækir. Tíu leikjahæstu fótboltakonurnar í Pepsi Max-deildinni í ár eru reynsluboltar sem vert er að taka eftir. Þær munu halda áfram að setja sitt mark á íslenskan fótbolta.

Sandra Sigurðardóttir – Valur

Sandra Sigurðardóttir til hægri. Mynd/aðsend

284 leikir í efstu deild

Önnur lið:

Stjarnan

Þór/KA/KS

Sandra er uppalin fyrir norðan og skipti yfir í Stjörnuna árið 2005. Hún varð þrisvar Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari, áður en hún skipti yfir í Val. Með Val varð Sandra Íslandsmeistari í fyrra. Sandra er leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna.

Dóra María Lárusdóttir – Valur

Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Anton Brink

241 leikur í efstu deild

Dóra María er uppalin í Val og er það eina íslenska liðið sem hún hefur spilað fyrir. Dóra María var í gullaldarliði Vals. Þær urðu Íslandsmeistarar sex sinnum á sjö árum, á árunum 2004-2010. Dóra María fagnaði Íslandsmeistaratitli í fyrra með Val. Dóra varð bikarmeistari á sínu fyrsta ári með Val og hefur hún fagnað þeim titli samtals sex sinnum.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir – Valur

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Mynd/Skjáskot Facebook

240 leikir í efstu deild

Önnur lið:

Stjarnan

Breiðablik

Ásgerður er uppalin í Kópavogi en skipti ung yfir í Stjörnuna. Fyrsti titillinn kom þó með Breiðabliki, þegar þær urðu meistarar í 1. deild. Þessi titill var sá fyrsti af mörgum. Með Stjörnunni varð Ásgerður fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari. Eftir mörg góð ár í Stjörnunni ákvað Ásgerður að leita á önnur mið og skipti yfir í Val. Hún varð Íslandsmeistari með Val á síðustu leiktíð, sem var hennar fyrsta með félaginu.

Málfríður Erna Sigurðardóttir – Valur

Málfríður Erna Sigurðardóttir. Mynd/Skjáskot Facebook

239 leikir í efstu deild

Önnur lið:

Breiðablik

Málfríður er uppalin í Val og hefur spilað á Hlíðarenda alla tíð, fyrir utan tvö tímabil, árin 2015 og 2016, sem hún spilaði með Breiðabliki. Fyrra árið með Blikum varð Málfríður Íslandsmeistari og það síðara varð hún bikarmeistari með Kópavogsliðinu. Með Val hefur Málfríður sjö sinnum fagnað Íslandsmeistaratitli og sex sinnum bikarmeistaratitli.

Laufey Björnsdóttir – KR 

Laufey Björnsdóttir. Mynd/aðsend

226 leikir í efstu deild

Önnur lið:

HK/víkingur

Valur

Fylkir

Breiðablik

Þór/KA/KS

Laufey er reynslumikill leikmaður sem hefur spilað með sex félagsliðum. Hún hóf ferilinn fyrir norðan í sameinuðu liði Þórs/KA/KS. Eftir eitt tímabil fyrir norðan samdi Laufey við Breiðablik. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki árið 2005. Árið 2008 samdi Laufey við Fylki og spilaði hún með liðinu í fjögur ár. Árið 2012 skipti Laufey yfir í Val, þar sem hún upplifði mikla titlaþurrð í sögu Vals. Laufey spilaði með HK/Víkingi sumarið 2018, en skipti yfir í KR eftir sumarið og spilar nú með Vesturbæjarliðinu.

Vesna Elísa Smiljkovic – Fylkir

Vesna Elísa Smiljkovic. Mynd/Skjáskot Facebook

217 leikir í efstu deild

Önnur lið:

Valur

ÍBV

Þór/KA

Keflavík

Vesna er fædd í Serbíu og kom fyrst til Íslands árið 2005 og samdi við Keflavík. Hún spilaði með Keflavík í fjögur ár. Árið 2009 fór hún norður á Akureyri þar sem hún spilaði með Þór/KA í tvö ár. Vesna samdi við Eyjakonur árið 2011 og spilaði með liðinu í fjögur ár. Árið 2015 skipti Vesna yfir í Val, þar sem hún fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í fyrra. Fyrir tímabilið í ár skipti Vesna yfir í Fylki, þar sem hún dregur meðalaldur liðsins töluvert upp. Vesna er elsti leikmaður deildarinnar, fædd árið 1983. Vesna fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2014.

Fanndís Friðriksdóttir – Valur

Fanndís Friðriksdóttir. Mynd/Valli

204 leikir í efstu deild

Önnur lið:

Breiðablik

Fanndís hóf feril sinn í Breiðabliki árið 2005. Hún varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki, 15 ára gömul. Hún fagnaði aftur Íslandsmeistaratitli árið 2015 með Breiðabliki. Árið 2016 varð Fanndís bikarmeistari með Kópavogsliðinu. Í dag spilar Fanndís með Val, þar sem hún hefur verið frá árinu 2018. Hún fagnaði Íslandsmeistaratitli með Val í fyrra.

Arna Sif Ásgrímsdóttir – Þór/KA

Arna Sif Ásgrímsdóttir. Mynd/Skapti Hallgrímsson

199 leikir í efstu deild

Önnur lið:

Valur

Arna Sif er yngsti leikmaðurinn á listanum, fædd árið 1992. Arna hefur alla tíð leikið með Þór/KA, fyrir utan tvö tímabil með Val árin 2016 og 2017. Arna fagnaði Íslandsmeistaratitli með Þór/KA árið 2012, sem var fyrsti titill í sögu félagsins.

Hallbera Guðný Gísladóttir – Valur

Hallbera Guðný Gísladóttir. Mynd/Anton Brink

195 leikir í efstu deild

Önnur lið:

Breiðablik

ÍA

Hallbera er uppalin á Akranesi þar sem hún hóf ferilinn með ÍA. Hún spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2002. Fyrsti leikur Hallberu í efstu deild var árið 2005 með ÍA. Eftir tímabilið árið 2005 skipti Hallbera yfir í Val. Með Val fagnaði hún fimm Íslandsmeistaratitlum og fjórum bikarmeistaratitlum á árunum 2006- 2011, áður en hún hélt út í atvinnumennsku. Árið 2014 spilaði Hallbera aftur með Valskonum. Hún spilaði með Breiðabliki árin 2015 og 2016, þar sem hún fagnaði einum Íslandsmeistaratitli og einum bikarmeistaratitli. Nú hefur Hallbera leikið með Val frá árinu 2018 og fagnaði hún Íslandsmeistaratitli með liðinu í fyrra.

Sonný Lára Þráinsdóttir – Breiðablik

Sonný Lára Þráinsdóttir. Mynd/Helgi Viðar

185 leikir í efstu deild

Önnur lið:

Haukar

Afturelding/Fjölnir

Fjölnir

Sonný Lára hóf ferilinn með Fjölni árið 2002 en spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2004. Hún spilaði með Fjölni og sameinuðu liði Aftureldingar/ Fjölnis til ársins 2009. Hún spilaði eitt tímabil með Haukum árið 2010, en fór aftur í Fjölni ári síðar. Sonný spilaði með Fjölni í 1. deild í þrjú ár áður en hún fór í Breiðablik árið 2014, þar sem hún spilar í dag. Sonný hefur fagnað tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum með Breiðabliki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

KR spilar á móti Celtic – Eitt sigursælasta lið heims

KR spilar á móti Celtic – Eitt sigursælasta lið heims
433Sport
Fyrir 2 dögum

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“

Páll segir að staðan sé óþægileg og erfið – „Við höfum ekki fengið fullnægjandi svör“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Natasha Moraa Anasi fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra – Stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið

Natasha Moraa Anasi fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra – Stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid

Meistaradeildin: Lyon áfram þrátt fyrir tap gegn Juventus – Manchester City áfram eftir sigur á Real Madrid
433Sport
Fyrir 3 dögum

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“

Einar Jónsson látinn – „Hans verður sárt saknað og við mun­um minn­ast hans um ókomna tíð“
433Sport
Fyrir 3 dögum

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“

KR missir leikmann – „Það er slæmt að missa hann“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo
433Sport
Fyrir 4 dögum

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði