fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
433Sport

15 ára Jóhannes í sögubækur KR í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 12:00

Jóhannes Kristinn fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR vann öruggan 8-1 sigur á Vængjum Júpíters í bikarkeppni karla í gær en sigurinn var auðveldur eins og tölurnar bera með sér.

Jóhannes Kristinn Bjarnason 15 ára leikmaður KR fékk sitt fyrsta tækifæri í opinberum leik í gær. Hann skoraði eitt mark og skrifaði þar með í sögubækur KR.

„Jóhannes Kristinn Bjarnason (fyrir miðju) varð í kvöld yngsti markaskorari KR í bikarkeppni KSÍ. Jóhannes er 15 ára og 120 daga en hann sló met Guðmundar Andra Tryggvasonar frá 2015 en Guðmundur Andri var þá 15 ára og 211 daga,“ segir á Twitter vef KR.

Jóhannes fékk tækifæri með KR í aðdraganda mótsins en er aðeins 15 ára gamall. Stórlið hafa fylgst með framgöngu Jóhannesar um nokkurt skeið þrátt fyrir ungan aldur og í vetur fór hann í heimsókn til Rangers í Skotlandi. Hann æfði einnig með FCK í Danmörku og Genk í Belgíu.

Faðir hans, Bjarni Guðjónsson, átti frábæran feril og lék lengi vel erlendis auk þess að verða Íslandsmeistari með KR og ÍA og koma nokkuð við sögu með íslenska landsliðinu.

Jóhannes er klókur miðjumaður en mikið hefur verið látið með kauða frá unga aldri og verður fróðlegt að sjá hvort hann fái fleiri tækifæri með KR í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Leikið verður án áhorfenda á Íslandi

Leikið verður án áhorfenda á Íslandi
433Sport
Í gær

Kærasta knattspyrnumanns deildi mynd af kynfærum á Instagram – Fyrir mistök þá deildi ég óvart vitlausri mynd“

Kærasta knattspyrnumanns deildi mynd af kynfærum á Instagram – Fyrir mistök þá deildi ég óvart vitlausri mynd“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Atli Hrafn í Breiðablik – „Við fögnum komu Atla Hrafns í félagið“

Atli Hrafn í Breiðablik – „Við fögnum komu Atla Hrafns í félagið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Knattspyrnumaður braut sóttkví – Yfirvöld fokill og gætu flautað boltann af á blaðamannafundi

Knattspyrnumaður braut sóttkví – Yfirvöld fokill og gætu flautað boltann af á blaðamannafundi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Knattspyrnan gæti farið aftur af stað – Þórólfur sendir minnisblað til Svandísar

Knattspyrnan gæti farið aftur af stað – Þórólfur sendir minnisblað til Svandísar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið – Liðsfélagi Gylfa barði mann úti á götu

Sjáðu myndbandið – Liðsfélagi Gylfa barði mann úti á götu
433Sport
Fyrir 3 dögum

Tveir knattspyrnumenn í sama liðinu smitaðir

Tveir knattspyrnumenn í sama liðinu smitaðir
433Sport
Fyrir 4 dögum

Þrír knattspyrnumenn héldu partý í miðjum faraldri – „Þessi smit eru rakin beint til þessarar veislu“

Þrír knattspyrnumenn héldu partý í miðjum faraldri – „Þessi smit eru rakin beint til þessarar veislu“