fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Bannað að snertast þegar marki er fagnað

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 16:00

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leikmenn og starfsmenn fagna mörkum án snertingar,“ segir í handbók KSÍ um framkvæmd leikja sem kom út í dag. Sérstakar reglur hafa verið gefnar út vegna kórónuveirunnar.

Pepsi Max-deild kvenna byrjar að rúlla 12 júní og karlarnir fara af stað degi síðar. Vegna kórónuveirunnar verður framkvæmd leikja ögn flóknari en verið hefur.

Engar veitingar verða fyrir lið á útivelli svo dæmi sé tekið. „Heimalið sér ekki um neinar veitingar fyrir gestalið, dómara, fjölmiðla eða starfsmenn leiks.“

Markmið leiðbeininganna er að lágmarka áhættuna á að leikmenn, starfsmenn liða, starfsmenn félaga og aðrir þátttakendur leiksins smitist af COVID-19, og gilda þar til annað verður ákveðið.

Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu vikurnar. Þessar almennu aðgerðir eru jafn mikilvægar í kringum knattspyrnuleiki og annars staðar í samfélaginu.

Reglur um framkvæmd leiks:
Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem leikmenn, starfsmenn liða og starfsmenn leiks koma.

Heimalið sótthreinsi búningsklefa vel áður en gestalið og dómarar mæta til leiks, sem og eftir leik.

Heimalið sér ekki um neinar veitingar fyrir gestalið, dómara, fjölmiðla eða starfsmenn leiks.

Sótthreinsun á sjúkrabörum fyrir leik og eftir notkun.

Starfsmaður heimaliðs sér um að koma sjúkrabörum á þann stað þar sem þær eiga að vera á meðan á leik stendur.

Heimalið sér um að sótthreinsa bolta fyrir leik, í hálfleik og eftir leik.

Umsjónarmaður boltakrakka sér um að sótthreinsa hendur boltakrakka fyrir leik, í hálfleik, eftir leik og meðan á leik stendur eins og aðstæður leyfa.

Leikmenn og starfsmenn fagna mörkum án snertingar.

Leikmenn, starfsmenn liða og aðrir láti af þeim ósið að hrækja á leikflötinn og markmenn ættu ekki að hrækja í hanskana sína.

Ekki verði notast við lukkukrakka fyrir leiki.

Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir heilsast ekki með handabandi fyrir leiki eða eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum