fbpx
Sunnudagur 26.september 2021
433Sport

Bannað að snertast þegar marki er fagnað

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 16:00

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leikmenn og starfsmenn fagna mörkum án snertingar,“ segir í handbók KSÍ um framkvæmd leikja sem kom út í dag. Sérstakar reglur hafa verið gefnar út vegna kórónuveirunnar.

Pepsi Max-deild kvenna byrjar að rúlla 12 júní og karlarnir fara af stað degi síðar. Vegna kórónuveirunnar verður framkvæmd leikja ögn flóknari en verið hefur.

Engar veitingar verða fyrir lið á útivelli svo dæmi sé tekið. „Heimalið sér ekki um neinar veitingar fyrir gestalið, dómara, fjölmiðla eða starfsmenn leiks.“

Markmið leiðbeininganna er að lágmarka áhættuna á að leikmenn, starfsmenn liða, starfsmenn félaga og aðrir þátttakendur leiksins smitist af COVID-19, og gilda þar til annað verður ákveðið.

Mikilvægasta vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu vikurnar. Þessar almennu aðgerðir eru jafn mikilvægar í kringum knattspyrnuleiki og annars staðar í samfélaginu.

Reglur um framkvæmd leiks:
Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem leikmenn, starfsmenn liða og starfsmenn leiks koma.

Heimalið sótthreinsi búningsklefa vel áður en gestalið og dómarar mæta til leiks, sem og eftir leik.

Heimalið sér ekki um neinar veitingar fyrir gestalið, dómara, fjölmiðla eða starfsmenn leiks.

Sótthreinsun á sjúkrabörum fyrir leik og eftir notkun.

Starfsmaður heimaliðs sér um að koma sjúkrabörum á þann stað þar sem þær eiga að vera á meðan á leik stendur.

Heimalið sér um að sótthreinsa bolta fyrir leik, í hálfleik og eftir leik.

Umsjónarmaður boltakrakka sér um að sótthreinsa hendur boltakrakka fyrir leik, í hálfleik, eftir leik og meðan á leik stendur eins og aðstæður leyfa.

Leikmenn og starfsmenn fagna mörkum án snertingar.

Leikmenn, starfsmenn liða og aðrir láti af þeim ósið að hrækja á leikflötinn og markmenn ættu ekki að hrækja í hanskana sína.

Ekki verði notast við lukkukrakka fyrir leiki.

Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir heilsast ekki með handabandi fyrir leiki eða eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Dortmund tjáir sig um byrjun Sancho – ,,Það særir sál mína“

Framkvæmdastjóri Dortmund tjáir sig um byrjun Sancho – ,,Það særir sál mína“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Barbára Sól skoraði – Albert og félagar unnu stórsigur

Barbára Sól skoraði – Albert og félagar unnu stórsigur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Mark Jimenez gerði útslagið

Enska úrvalsdeildin: Mark Jimenez gerði útslagið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum knattpsyrnumaður dæmdur til 24 ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn börnum – Framdi fyrsta brotið 14 ára gamall

Fyrrum knattpsyrnumaður dæmdur til 24 ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn börnum – Framdi fyrsta brotið 14 ára gamall
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stundaði kynlíf með Playboy-fyrirsætu á velli sem Íslendingar þekkja vel – Var bolað burt fyrir athæfið

Stundaði kynlíf með Playboy-fyrirsætu á velli sem Íslendingar þekkja vel – Var bolað burt fyrir athæfið
433Sport
Í gær

Elliott gerir grín að því hvernig hann lítur út í FIFA 22 – Sjáðu myndina

Elliott gerir grín að því hvernig hann lítur út í FIFA 22 – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Óskar ræddi tímabilið: ,,Við erum komnir mjög stutt“

Óskar ræddi tímabilið: ,,Við erum komnir mjög stutt“