fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Þegar allt fer úr böndunum – Sígaretta í auga og fatafellur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 23. maí 2020 19:04

Óbeinar reykingar eru skaðlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólapartý knattspyrnuliða eru fræg en flest félög halda slíkt á hverju ári, þar gera leikmenn sér glaðan dag saman og reyna að þétta raðirnar.

En þegar 20 og fleiri knattspyrnumenn koma saman, verða oft vandræði og það hafa dæmin sannað sig í gegnum tíðina.

Mirror hefur tekið saman tíu verstu jólapartýin sem hafa átt sér stað í kringum leikmenn sem tengjast enska boltanum.

Þarna má finna kynlífspartý, strippara og sígarettu í auga svo dæmi séu tekinn.

10) Tottenham (2009)
Tottenham gekk illa og Harry Redknapp, stjóri liðsins ákvað að banna jólapartý leikmanna. Hann vissi hins vegar ekki að 16 leikmenn hans höfðu hver um sig borgað 300 þúsund til að taka einkaþotu til Dublin. Robbie Keane, þá fyrirliði átti hugmyndina. þar var drukkið allan daginn og fram eftir nóttu. Myndir náðust af leikmönnum sem fengu allir 3 milljónir í sekt. Tottenham tapaði svo næsta leik til að bæta gráu ofan á svart.

9) Celtic (2002)
Leikmenn Celtic fóru til Newcastle árið 2002 til að gera sér glaðan dag. Eftir nokkur læti árin á undan átti að sleppa við alla athygli, það gekk illa og ljósmyndarar mættu á svæðið. Neil Lennon, Bobby Petta, Johan Mjallby og Joos Valgaere voru allir handteknir fyrir læti. Allir nema Lennon gistu í fangaklefa þá nóttina.

8) Leeds (2001)
David O´Leary, stjóri Leeds á þessum tíma vildi gera allt til þess að leikmenn hans myndu ekki koma sér í vandræði. Eftir um tíu tíma drykkju með fimm öryggisverði frá félaginu, ákvað Robbie Fowler að fara að rífast og ýta í ljósmyndara. Hann endaði í fangaklefa en myndavél ljósmyndarans brotnaði.

7) West Ham (2001)
Fáir muna eftir Hayden Foxe, varnarmanni West Ham en hann er þekktastur fyrir að míga inni á skemmtistað. Hann hafði drukkið vel og lengi og var dauðadrukkinn. Hann hélt að barinn væri hlandskál og meig yfir hann allan, agaleg óheppni.

6) AGF Arhus (2004)
Stig Tofting var þekktur harðhaus innan vallar og hann var einnig harður utan hans. Árið 2004 lék hann með AGF. Þar buffaði hann fjóra liðsfélaga sína, ástæðan var sú að þeir rifu skyrtuna hans.

5) West Ham (1998)
Leikmenn West Ham gerðu sér glaðan dag fyrir jólin árið 1998 í Lundúnum, þegar menn höfðu fengið sér vel í glas ákvað Trevor Sinclair að koma sér í vandræði. Hann ku hafa sparkað í Mini bifreið sem ung stúlka var að keyra, hann var sektaður fyrir skemmdarverk en margir sáu atvikið í miðborg Lundúna.

4) Liverpool (1998)
Árið 1998 var búningapartý hjá leikmönnum Liverpool, þeir fóru á strippbúllu þar sem menn virtust skemmta sér vel. Paul Ince var orðinn plötusnúður en Micael Owen var lítill í sér og stóð út í horni. Jamie Carragher var klæddur sem Hunchback úr Notre Dame og fann sprautu með rjóma í, hann dældi rjómanum yfir einn strippara á staðnum við litlar vinsældir.

3) Leicester City (2001)
Árið 2001 voru tveir harðhausar í herbúðum Leicester, þeir Dennis Wise og Robbie Savage. Liðinu gekk illa og var ákveðið að þjappa hópnum saman með jólagleðskap. Þegar í hann var komið mætti Wise með banga og kynlífstæki og gaf Savage. Hann sagði honum að hann væri eina píkan í treyju Leicester þessa stundina. Savage makaði þá súkkulaði á Wise og allt fór í háaloft. Wise var svo rekinn frá Leicester skömmu síðar fyrir að berja Callum Davidson í æfingaferð.

2) Manchester City (2004)
Eitt frægasta atvik tengt jólagleðskap knattspyrnumanna átti sér stað árið 2004, þegar Joey Barton miðjumaður Manchester City ákvað að fá sér að reykja. Hann byrjaði að ræða um launin sín og fór að ýta sígarettunni í föt leikmanna til að skemma þau. Jamie Tandy, 18 ára leikmaður City ákvað að svara Barton með því að ýta kveikjara að honum. Barton varð reiður og setti sígarettuna í auga Tardy, sem slasaðist nokkuð.

1) Manchester United (2007)
Rio Ferdinand skipulagði jólagleði Manchester United þeta árið, Sir Alex Ferguson var ekki skemmt. Leikmenn félagsins voru að sulla í víni allan daginn sem endaði með því að 80 stúlkur mættu á svæðið, þeim var öllum boðið af Ferdinand. Gleðskapurinn endaði með kynlífspartýi á hóteli í miðborg Manchester, þar sem giftir leikmenn voru meðal annars á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði