fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Faðir Bergsveins æfur og svarar fyrir son sinn: „Greinilega ekki komnir með bæði eistun í punginn“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. maí 2020 19:54

© 365 ehf / Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis lagði skóna á hilluna nokkrum vikum fyrir mót.

Bergsveinn sagði frá því að ástríða hans fyrir fótboltanum væri ekki lengur til staðar, hann vildi því hætta frekar en að vera áfram með hangandi haus. Fimm vikur voru í að Pepsi Max-deildin færi af stað þegar Bergsveinn tók þess ákvörðun og ljóst að ákvörðunin kemur sér illa fyrir uppeldisfélag hans.

Margir hafa rætt og ritað um þessa ákvörðun Bergsveins, sumir styðja hana en aðrir gagnrýna hann og segja hann vera að svíkja liðsfélaga sína með þessu.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr. Football sendi pillu í gær um fyrirlestra sem Bergsveinn ætlar að halda um allt land í sumar en hann hefur verið vinsæll í því hlutverki. „Já ég stjórna unglingaráði Hvatar á Blönduósi. Höfum áhuga á fyrirlestri þegar við sjáum staðfestingu á endurgreiðslu launa til Fjölnis frá nóv 2019 – maí 2020. Kærleikskveðja Höfðinginn,“ skrifaði Kristján Óli á Twitter í gær.

Faðir Bergsveins og fyrrum handboltaþjálfarinn, Ólafur B Lárusson kemur syni sínum til varnar í kvöld. „Sumir eru greinilega ekki komnir með bæði eistun í punginn. Hvílíkur barnaskapur sem angrar menn á köflum,“ skrifar Ólafur á Twitter, augljóslega ekki sáttur.

Kristján Óli svarar honum og bendir á þetta. „Óli Lár sem er þjálfari af gamla skólanum hefði sennilega ekki hoppað hæð sína í lofti ef fyrirliði í hans liði hefði hoppað frá borði 10 mín í mót í deildarkeppni. Vísa þessum ummælum því til föðurhúsanna enda bæði eistu mín löngu gengin niður sem synir mínir sanna.“

Þegar Twitter aðgangur Ólafs er skoðaður má sjá að hann sendir einnig pillu í Kaplakrika, sonur hans var seldur frá FH árið 2018 en Ólafur Kristjánsson taldi sig ekki hafa not fyrir hann. „Nákvæmlega. Ákveðinn einstaklingur á þeim bæ verið að gera upp á bak!,“ skrifaði Ólafur við færslu þar sem Bergsveini var þakkað fyrir sitt framlag á ferlinum og bent á að FH hefði ekki unnið titil síðustu tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Víking

Mikil gleðitíðindi fyrir Víking
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Skaut á fyrrum félag hans í fagnaðarlátum gærdagsins

Sjáðu myndbandið: Skaut á fyrrum félag hans í fagnaðarlátum gærdagsins
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool ekki hræddur við að gagnrýna þessa liðfélaga sína eftir tapið í gær

Leikmaður Liverpool ekki hræddur við að gagnrýna þessa liðfélaga sína eftir tapið í gær