fbpx
Miðvikudagur 21.október 2020
433Sport

Þetta eru breytingarnar á reglum KSÍ vegna kórónuveirunnar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. maí 2020 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi stjórnar KSÍ 14. maí voru samþykktar tímabundnar breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga vegna keppnistímabilsins 2020. Snúa þær breytingar í meginatriðum að reglum um félagaskipti og samninga leikmanna og félaga.

Ljóst er að keppnistímabilið 2020 hefur tekið breytingum af völdum Covid-19 veirunnar. Af þeim ástæðum hefur þurft að gera tímabundnar breytingar á tilteknum ákvæðum sem snerta:

Keppnistímabilið 2020.
Félagaskiptatímabilin 2020.
Opinbera knattspyrnuleiki í deildarbikarkeppni karla og kvenna árið 2020.
Félagaskipti ósamningsbundinna leikmanna yngri flokka.
Samningar leikmanna sem renna út haustið 2020 og samningar leikmanna við ný félög.
Breytingar er varða keppnistímabilið 2020 og félagaskiptatímabilin 2020 eru gerðar með fyrirvara um endanlegt samþykki FIFA.

Smellið hér til að skoða dreifibréf nr. 8, 2020, þar sem fjallað er nánar um breytingarnar.

Samantekt:

1. Keppnistímabilið 2020.

Keppnistímabilið er skilgreint í reglugerð sem tímabilið frá 1. febrúar til 15. október ár hvert. Ljóst er að framlengja þarf keppnistímabilið 2020 þar sem mótahald kemur til með að ná fram yfir 15. október þetta árið. Varlegast þykir að framlengja keppnistímabilið til 15. nóvember 2020 í ljósi þess að skipulagðir leikir á vegum KSÍ munu að óbreyttu ná fram í byrjun nóvember.

2. Félagaskiptatímabilin 2020.
Leikmaður getur aðeins gengið til liðs við íslensk félagslið á tveimur tímabilum. Hið fyrra hefur verið á tímabilinu 22. febrúar til 15. maí og hið síðara 1. júlí til 31. júlí. Ljóst var gera þyrfti breytingar þessum tímabilum vegna seinkunar á mótahaldi. Fyrra tímabilinu var lokað tímabundið þann 17. apríl sl. þegar fjórar vikur (28 dagar) voru eftir. Samþykkt hefur verið að þeir 28 dagar verði nýttir og fyrra félagaskiptatímabilið verði opnað aftur 3. júní nk. og loki 30. júní. Þannig mun opna fyrir félagaskipti tímanlega áður en fyrstu leikir í Mjólkurbikarkeppni KSÍ hefjast og verður opið fram yfir a.m.k. fyrstu tvær umferðir í öllum deildum.

Þá hefur verið samþykkt að síðara félagaskiptatímabilið 2020 opni þann 5. ágúst nk. og loki 1. september. Með þessu móti er síðari félagaskiptaglugginn opinn í fjórar vikur eða frá þeim tímapunkti er deildarkeppni er u.þ.b. hálfnuð.

3. Opinberir knattspyrnuleikir í Lengjubikarkeppni karla og kvenna árið 2020.
Almenna reglan er sú að leikmaður getur mest verið skráður í þrjú félög á hverju keppnistímabili. Á því tímabili er honum aðeins heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum. Leikir í Lengjubikarkeppni karla og kvenna gilda sem opinberir knattspyrnuleikir þar sem um er að ræða skipulagða knattspyrnukeppni hjá KSÍ. Þar sem Lengjubikarkeppni karla og kvenna var felld niður í ár sökum Covid-19 munu þeir leikir sem leiknir voru í mótinu í ár ekki gilda sem opinberir knattspyrnuleikir m.t.t. félagaskipta.

4. Félagaskipti ósamningsbundinna leikmanna yngri flokka.
Samþykkt hefur verið að opna aftur fyrir félagaskipti ósamningsbundinna leikmanna yngri flokka þann 18. maí nk. og loka þann 1. september. Umrætt félagaskiptatímabil hefur verið opið frá 16. október ár hvert en hefur lokað þann 1. ágúst, eða á sama tíma og síðara félagaskiptatímabilið lokar hjá samningsbundnum leikmönnum og í meistaraflokki.

5. Samningar leikmanna sem renna út haustið 2020 og samningar leikmanna við ný félög.
Samþykkt hefur verið sú tímabundna breyting að geri leikmaður leikmanns- eða sambandssamning við nýtt félag, skv. grein 14.13 á árinu 2020 [eftir að sex mánuður eru til loka samningstíma leikmanns hjá núverandi félagi], þá getur gildistími samnings leikmanns við nýtt félag eigi hafist fyrr en eftir lok keppnistímabils 2020 (15. nóvember).

Þá hefur verið samþykkt að heimila félagi og leikmanni sem gert hafa leikmanns- eða sambandssamninga, sem falla úr gildi á tímabilinu 16. október til 14. nóvember 2020, sé heimilt að framlengja gildistíma þeirra til skamms tíma eða til loka keppnistímabils 15. nóvember 2020. Gildir þessi heimild þrátt fyrir að leikmaður hafi þegar gert samning við nýtt félag, enda eigi hinn nýi samningur að taka gildi eftir lok keppnistímabils 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enn eitt högg í maga Özil

Enn eitt högg í maga Özil
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vatnsfyrirtæki Steven Gerrard gerir ekkert annað en að safna skuldum

Vatnsfyrirtæki Steven Gerrard gerir ekkert annað en að safna skuldum
433Sport
Í gær

Virgil van Dijk og Nemanja Vidic berjast um titilinn „besti varnarmaður sögunnar“ á Englandi

Virgil van Dijk og Nemanja Vidic berjast um titilinn „besti varnarmaður sögunnar“ á Englandi
433Sport
Í gær

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi
433Sport
Í gær

KSÍ tekur ákvörðun á morgun

KSÍ tekur ákvörðun á morgun
433Sport
Í gær

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“
433Sport
Í gær

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“