fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
433Sport

Hannes var andvaka og ringlaður af svefnleysi: „Allt sprakk út“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 08:00

Hannes Þór með félögum sínum úr landsliðinu í brúðkaupinu fræga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn eftirminnilegasti landsleikur í sögu Íslands var á Stade de France í Frakklandi árið 2016. Ísland mætti þá Austurríki og jafntefli hefði tryggt liðinu farmiða í 16 liða úrslit.

Þetta fyrsta stórmót hjá strákunum okkar var hreint magnað, sigur í leiknum gegn Austurríki myndi hins vegar tryggja liðinu leik gegn Englandi í 16 liða úrslitum.

Íslenska liðið átti undir högg að sækja í leiknum en varnarleikurinn var öflugur og Hannes Þór Halldórsson þar fyrir aftan var í stuði. Hannes rifjaði þennan leik upp við RÚV í gær.

„Ég var andvaka til sex um morguninn nóttina fyrir leikinn og mætti í hann hálf ringlaður af svefnleysi,“ sagði Hannes við RÚV þegar hann rifjaði upp þenann ótrúlega leik.

Undir lok leiksins fékk Ísland sína síðustu sókn og úr henni skoraði Arnór Ingvi Traustason sigurmarkið.

„Það var rosalegur léttir þegar við unnum boltann af því ég vissi að þá værum við með þetta. Svo kom í ljós að við vorum komnir í dauðafæri og spennan bara magnaðist og magnaðist þangað til boltinn endaði í netinu og allt sprakk út,“ segir Hannes og heldur áfram. „Ég brotnaði bara saman á leiðinni til baka þegar dómarinn flautaði svo af.“

,,Þetta var án efa mesta geðshræring og sigurvíma sem ég hef upplifað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“
433Sport
Í gær

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sheffield ekki í vandræðum með Tottenham

Sheffield ekki í vandræðum með Tottenham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool: Garcia byrjar

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool: Garcia byrjar