fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
433Sport

Mikilvæg skilaboð Þorgríms á skrýtnum tímum: Passaðu upp á þessa hluti og velgengnin eltir þig

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu var mættur á upplýsingafund vegna kórónuveirunnar í gær. Þorgrímur mætti þar og ræddi um ýmis mál.

Eitt af því sem hann ræddi var Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Lagerback vann kraftaverk á Íslandi, var elskaður og dáður. Þorgrímur notaði setningar sem Lagerback notaði mikið við íslenska landsliðið.

,,Mig langar að vitna í góðan vin okkar Víðis, Lars Lagerback landsliðsþjálfara. Hann sagði á hverjum einasta fundi nánast í fimm ár sem þjálfari, sem mér finnst eiga við í dag á þessum skrýtnu tímum,“ sagði Þorgrímur þegar hann byrjaði að tala á fundinum.

Lagerback var með mikilvægir skilaboð á hverjum fundi. ,,Hann sagði alltaf, ´Strákar, litlir hlutir skapa stóra sigra´. Á hverjum einasta fundi, þegar við vorum í verkefni í janúar þá voru margir nýliðar. Þá tók ég eftir því að einn leikmaður labbaði til hans og spurði hvað hann væri að meina með þessum orðum.“

Lars útskýrði fyrir þessum unga nýliða, hvað hann átti við. ,,Þá svaraði Lars, klukkan hvað þú vaknar á morgnana, bjóstu um rúmið þitt, hvað borðaðirðu í morgunmat, ertu búinn að hrósa í einhverjum í dag, ertu búinn að gera góðverk, mætir þú á réttum tíma á æfingu, tekur þú séræfingu, hvernig kemur þú fram við konuna þína, hvernig kemur þú fram við börnin þín, passar þú upp á svefninn. Hann sagði að ef þú passar upp á þessa litlu hluti dags daglega þá mun velgengnin elta þig.“

,,Hin setningin sem Lars notaði nánast á hverjum einasta fundi, og strákarnir tjáðu mér að þetta væri hans stærsta framlag til íslenskrar knattspyrnu. Var ´Aldrei tapa einn á móti einum´. Við sem höfum verið í íþróttum vitum hvað þetta er, það er að hleypa ekki manni framhjá mér, þá riðlast liðsheildina. Mér finnst þetta eiga vel við í dag, ef þú sýnir auðmýkt, virðingu og kurteisi. Þá getur þú ekki tapað í samskiptum einn á móti einum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reiði í Liverpool eftir hegðun leikmanns City – Neitaði að taka þátt í gær

Reiði í Liverpool eftir hegðun leikmanns City – Neitaði að taka þátt í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gat komist á sama stað og Messi og Ronaldo en vildi það ekki

Gat komist á sama stað og Messi og Ronaldo en vildi það ekki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern þurfti að biðja City afsökunar

Bayern þurfti að biðja City afsökunar
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“
433Sport
Í gær

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho: Herra Levy segir að hann vilji framlengja

Mourinho: Herra Levy segir að hann vilji framlengja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neville segir Ole að rífa upp veskið – ,,Verður að borga meira en það“

Neville segir Ole að rífa upp veskið – ,,Verður að borga meira en það“