fbpx
Sunnudagur 26.september 2021
433Sport

Grunur lék á að svindlað hefði verið á Akureyri: Vildu ekki hjálpa við rannsókn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 08:00

Anton Brink © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Veðmálasvindl er ein stærsta ógnin sem knattspyrnuheimurinn hefur haft yfir sér í mörg ár, stækkandi heimur veðmála hefur opnað hættulegar dyr, erfitt getur reynst að sanna sekt í svona málum.

Á Íslandi hefur veðmálasvindl aldrei verið staðfest, hins vegar hafa sögur um slítk oft farið á kreik.

Frægasta svona málið á Íslandi er frá árinu 2014 þegar Þór og Dalvík/Reynir áttust við í æfingamóti á Akureyri.

KSÍ reyndi að rannsaka málið en fék litla hjálp til, erfitt er að fá gögn til að negla þá seku í svona málum.

Meira:
Vísar á bug þungum ásökunum Ingós Veðurguðs: ,,Það var aldrei neitt sannað, ég gerði þetta ekki“

,,Vísbendingar eru um að sumir leikmanna Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri hafi í leik gegn Dalvík á dögunum veðjað á leik sem þeir sjálfir tóku þátt í 13. janúar sl. Um ræðir leik í svokölluðu Kjarnafæðismóti þar sem Þór lagði Dalvík að velli, 7-0. Til skoðunar er hvort sumir leikmanna Þórs hafi veðjað á erlendri vefsíðu á eigin sigur og lagt aukalega undir ef 3ja marka sigur eða stærri næðist. Hermt er að með því hafi þeir sem mest lögðu undir grætt 100.000 til 150.000 á úrslitunum,“ svona var fréttin sem Akureyri Vikublað skrifaði á sínum tíma.

Pétur Heiðar Kristjánsson sem þjálfaði meistaraflokk Dalvíkinga í fótbolta segir að ef leikmenn Þórs hafi veðjað á eigin leik fordæmi hann slíkt. Ekki væri þó um einangrað athæfi að ræða í íslenskum knattspyrnuheimi. Enn verra væri ef leikmenn veðjuðu gegn sjálfum sér og töpuðu leik vísvitandi til að græða pening. Breiðablik láti leikmenn skrifa undir samning þar sem þeir heiti því að veðja ekki á leiki sem tengist þeim sjálfum. Hins vegar sé erfitt að koma slíku við hjá félagi eins og Dalvík sem geri ekki samninga við leikmenn. Þótt svo væri yrði ekki allur vandi leystur, því hægt sé að veðja í gegnum nöfn annarra. Fyrst og síðast verði veðmál því siðleg spurning. Ekki verði séð að lagalega sé hægt að tryggja að menn misnoti ekki aðstöðu sína.

Pétur Heiðar segir að veðmál í fótboltanum séu orðin mjög algeng hér á landi, t.d. sjáist fjöldi áhorfenda á knattspyrnuleikjum með síma sína á lofti, oft veðjandi á úrslit. „Fótboltinn á ekki að snúast um þetta,“ sagði Pétur Heiðar.

Páll Viðar Gíslason, þá þjálfari meistaraflokks hjá Þór, segist ekki hafa fengið staðfest að einhverjir leikmenn liðsins hafi veðjað á eigin leik en brugðist verði við orðróminum. Hann vill ítreka að svona framkoma væri ekki aðeins siðlaus heldur ólögleg.

„Mesti glæpurinn er náttúrlega ef veðmálin hafa bein áhrif á gagn leiksins og úrslit. Það má ekki gerast að fótboltinn fari að snúast um eitthvað svona rugl,“ sagði Páll Viðar, þá þjálfari Þórs.

Þórsarar höfnuðu öllum ásökunum:

Vísir.is fór að fjalla um málið en þar kom fram að leikmenn Þórs höfnuðu öllum ásökunum.

Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið.

„Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ sagði Aðalsteinn Ingi.

„Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“

Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði.

„Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“

Dalvíkingar lágu einnig undir grun:

Dalvík/Reynir hafnaði beiðni KSÍ um að aðstoða við að rannsaka málið, það þótti grunsamlegt.

Stefán Garðar Níelsson, þá formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis sagði við Vísir.is að félagið hefði hafnað beiðni KSÍ um aðstoð.

„Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð.

„Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar.

„Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið

„Þetta mál kennir okkur að við þurfum að herða á okkar reglum og hugsanlega á þann máta að hægt sé að refsa einstaklingum eða félögum fyrir að veita ekki nægilegar upplýsingar,“ sagði Þórir Hákonarsson framkvæmdarstjóri KSÍ við Vísir árið 2014.

Málið fór því ekki lengra og aldrei var hægt að staðfesta að um svindl væri að ræða þó grunur hafi verið um slíkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bundesliga: Tíu leikmenn Dortmund töpuðu

Bundesliga: Tíu leikmenn Dortmund töpuðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu fögnuð Skagamanna eftir lygilega björgun – Virtust fallnir þegar 20 mínútur voru eftir

Sjáðu fögnuð Skagamanna eftir lygilega björgun – Virtust fallnir þegar 20 mínútur voru eftir
433Sport
Í gær

Sagður vilja Mbappe sama hvað það kostar

Sagður vilja Mbappe sama hvað það kostar
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Aðdáandi hitti Ronaldo á pósthúsinu – Subway blandar sér í málið

Sjáðu myndbandið: Aðdáandi hitti Ronaldo á pósthúsinu – Subway blandar sér í málið