fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Jón Þorgrímur varð vitni að hræðilegu fjöldamorði og var læstur inni: „Hann hefði auðveldlega getað skotið á okkur“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þorgrímur Stefánsson, fyrrum leikmaður FH hér heima, opnaði sig um mjög óhugnanlegt atvik í þættinum Miðjan á Fótbolti.net í gær.

Atvikið átti ser stað í Las Vegas í október árið 2017 en hann var gestur á Mandalay Bay hótelinu í Bandaríkjunum. Greint er frá því að Jón sem er forstjóri NetApp hafi verið þar á ráðstefnu fyrirtækisins þegar vopnaður maður byrjaði að skjóta úr glugga hótelsins á tónleikagesti.

Maðurinn myrti alls 58 manns í þessari skotárás og særði aðra 413. Jón segir að í fyrstu hafi hann haldið að um flugeldasýningu væri að ræða. „Ég, Eiki meðstofnandi í GreenCloud og stelpa sem heitir Sara erum á 40. hæðinni á Mandalay Bay þar sem er veitingastaður og bar. Svo byrjum við að heyra það sem við héldum að væru flugeldar. Það eru svalir þarna og allir á svölunum koma streymandi inn nema ég og Eiki sem förum út á svalirnar og förum að taka upp. ‘Hvar eru þessir flugeldar?'“ sagði Jón við Fótbolta.net

„Svo sjáum við beint á móti þar sem við erum á 36. hæðinni er skotmaður sem er að skjóta í gegnum rúðuna og að útitónleikum sem eru þarna. Það eru hræðileg myndbönd sem við náum af þessu en förum svo inn. Ef hann hefði litið upp og séð okkur á svölunum hefði hann auðveldlega getað skotið á okkur.“

Öllu var í kjölfarið lokað á hótelinu og voru Jón og aðrir gestir læstir inni á veitingastað áður en Lögreglan lét sjá sig. Jón bætir við að hann hafi aldrei fundið fyrir hræðslu á staðnum en var eins og gefur að skilja mjög dapur eins og aðrir gestir.

Þetta er í fyrsta sinn sem Jón opnar sig að fullu um atvikið sem mun fylgja honum alla ævi.

„Það var hræðilegt að verða vitni að þessu, svona fáránlegri mannvonsku. Ég varð aldrei hræddur en fann fyrir rosalegri depurð. Þetta var óhugnanlegt.“

Nánar er rætt við Jón í þættinum sem má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði