fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Þjóðarleikvangur ehf. býður út ráðgjafarþjónustu

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 20:52

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. febrúar s.l. var útboð á ráðgjafarþjónustu fyrir Þjóðarleikvang ehf. auglýst á útboðsvef Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og á evrópska efnahagssvæðinu. Markmið útboðsins er að leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar. Sviðsmyndirnar eru eftirfarandi;

  • Að aðstaða verði að mestu leyti óbreytt eða með lágmarksbreytingum og lagfæringum.
  • Að farið verði í viðbætur og framkvæmdir á núverandi aðstöðu til að uppfylla alþjóðlega staðla.
  • Að byggður verði opinn knattspyrnuvöllur með allt að 17.500 sæti.
  • Að byggður verði fjölnotaleikvangur með opnanlegu þaki með allt að 20.000 sæti.

Við greiningu á hverri sviðsmynd verður fjallað ýtarlega um kosti, galla, ávinning og áhættur af ólíkum leiðum. Auk þess mun kostnaðar- og tekjurammi verða settur fram fyrir hverja sviðsmynd í samræmi við fyrirliggjandi forsendur.

Áður en framangreint útboð var auglýst hafði í nóvember sl. farið fram forútboð á evrópska efnahagssvæðinu þar sem aflað var upplýsinga um áhuga og reynslu aðila af ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat á sviði byggingar og rekstrar fótboltaleikvanga. Niðurstaðan var sú að um miðjan desember hafði 31 aðili skráði sig inn og sótt gögn á útboðssíðuna og 13 aðilar skilað inn gögnum, þar af nokkur öflug og reynd alþjóðleg ráðgjafarfyrirtæki með mikla reynslu af byggingu og rekstri leikvanga. Í framhaldinu var lögð áhersla á að draga saman allar þær ábendingar sem frá þessum aðilum bárust og nýta við undirbúning útboðsins sem auglýst var nú í byrjun febrúar.

Eins og áður sagði er markmið útboðsins nú að leita tilboða í ráðgjöf um kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra fyrrgreindra sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar. Auk þess er óskað sérstaklega eftir umfjöllun í skýrslu ráðgjafa um m.a. nýtingu vesturstúku Laugardalsvallar, hvort notað verði náttúrulegt gras eða gervigras, kostnaður við útlit og skel utan um leikvanginn, fyrirkomulag við móttökurými og móttökuherbergi.

Lögbundinn tilboðsfrestur er ríflega fjórar vikur og mun honum ljúka í byrjun mars. Þá verður farið í að meta tilboðin í samræmi við matslíkan útboðsgagna og í framhaldinu verður gengið til samningagerðar við þann aðila sem á hagkvæmasta tilboðið. Reikna má með að ráðgjafar geti hafið sína vinnu í lok mars og gera má ráð fyrir að gefinn verði þriggja mánaða tími til vinnslunnar. Þannig má gera ráð fyrir því að endanleg skýrsla liggi fyrir í júní/júlí og verði þá afhent eigendum Þjóðarleikvangs ehf. sem eru Reykjavíkurborg, Ríkissjóður og KSÍ.

Útboðið á útboðsvef Innnkaupsakrifstofu Reykjavíkurborgar:
https://utbod.reykjavik.is/reykjavik/aspx/ProjectManage/417

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar