fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
433Sport

,,Harðasti skilnaður Íslandssögunnar“

433
Laugardaginn 7. september 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valsmenn þurftu að sætta sig við ansi slæmt tap í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Fallið lið ÍBV vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturunum og gæti það reynst rothögg í Evrópubaráttu Valsara.

Það var enginn annar en Gary Martin sem skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 sigri en hann kom til liðsins frá einmitt Val fyrr í sumar.

Valsmenn vildu losa sig við Gary eftir aðeins nokkra leiki og var samningi hans við félagið rift.

Í hlaðvarpsþættinum skemmtilega Steve Dagskrá þá var þessi viðureign rædd og tvenna Gary sem fær enn borgað frá Val þar sem samningnum var rift.

Talað er um einn ‘dýrasta skilnað í íslensku knattspyrnusögunni’ en Valsmenn tapa einnig miklu ef þeir komast ekki í Evrópukeppni fyrir næsta tímabil

,,Þar mæta Valsarar alveg trylltir og skora á annarri mínútu, Kristinn Freyr með mark og í 10. skipti sem þeir komast yfir í leikjum eða ég veit ekki hversu oft,“ sagði Andri Geir Gunnarsson, annar af stjórnendum þáttarins.

,,Svo er það einhver harðasti skilnaður íslensku knattspyrnusögunnar: Gary John Martin. Það var twittað að hann væri ekki bara að lifa á peningum Vals heldur að hann væri mögulega að taka af þeim einhverjar tugi milljóna líka.“

Vilhjálmur Freyr Hallsson, meðstjórnandi, ræddi svo upphæðina sem þessi tvenna Gary gæti kostað Val ef þeir komast ekki í Evrópu.

,,Þetta er hellingur af pening. Það stendur starting fee sé í kringum 2,9 – 3 milljónir evra og svo færðu 500 þúsund fyrir hvert round.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun
433Sport
Í gær

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“