fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
433Sport

Einkunnir úr mikilvægum sigri gegn slöku liði Moldóvu: Kolbeinn bestur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 7. september 2019 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann mikilvægan sigur í undankeppni EM í kvöld er liðið spilaði við Moldóva.

Ísland var að vinna fjórða leik sinn í riðlakeppninni og er nú með tólf stig eftir fyrstu fimm leikina. Undankeppnin er hálfnuð.

Strákarnir komust yfir á 31. mínútu er Kolbeinn Sigþórsson skoraði með laglegu skoti innan teigs.

Í seinni hálfleik bætti Birkir Bjarnason við öðru marki Íslands og ljóst að stigin væru á leið heim. Jón Daði Böðvarsson skoraði svo  er 13 mínútur voru eftir og lokastaðan 3-0 fyrir Íslandi.

Margir vilja meina að Jón Daði Böðvarsson hafi skorað markið en það á eftir að komast nánar í ljós.

Hér að neðan eru einkunnir úr leiknum.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 6
Hefði getað verið með kaffi og kleinu í markinu, hafði ekkert að gera.

Hjörtur Hermansson 7
Flottur varnarlega og er að bæta sig fram á við.

Ragnar Sigurðsson 7
Mjög fínn dagur á skrifstofunni hjá Ragga.

Kári Árnason 6
Gerði allt sem hann þurfti að gera vel.

Ari Freyr Skúlason 8
Öflug frammistaða hjá Ara í dag, reyndi lítið á hann varnarlega en opnaði völlinn vel fram á við. Fín stoðsending í þriðja markinu.

Arnór Ingvi Traustason 6
Hefur ekki fengið traustið með landsliðinu lengi og gerði ágætlega í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Rólegur á boltann og var duglegur að finna fremstu menn liðsins á góðum stöðum

Aron Einar Gunnarsson 7
Eins og alltaf leiðtogi liðsins, að auki virðist hann hafa bætt spyrnutæknina vel í Katar. Margar góðar kúlur inn í teiginn í dag.

Birkir Bjarnason (´78) 7
Duglegur og toppaði góðan dag með fínu marki. Refur í teignum

Jón Daði Böðvarsson (´84) 8
Hann og Kolbeinn tengja svo vel saman, mikil vinnusemi í dag.

Kolbeinn Sigþórsson (´63) 8 – Maður leiksins
Virkilega öflug frammistaða Kolbeins, er að komast í sitt besta form. Sterkari, sneggri og meira ógnandi en hann hefur verið síðan árið 2016.

Varamenn:

Emil Hallfreðsson (´63) 6
Fín innkoma Emils.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 3 dögum

„Það eina sem hægt er að gera í þessu er að bíða, vona það besta og búa sig undir það versta“

„Það eina sem hægt er að gera í þessu er að bíða, vona það besta og búa sig undir það versta“
433Sport
Fyrir 4 dögum

„Við verðum fara aft­ur af stað sem fyrst“ segir Jóhann um fótboltann á Íslandi

„Við verðum fara aft­ur af stað sem fyrst“ segir Jóhann um fótboltann á Íslandi