fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Ælandi og skælandi Blikar fá á baukinn: Algjört bull – „Hlægileg viðtölin við Gulla og Gùsta“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. september 2019 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik heimsótti ÍBV í Pepsi Max-deild karla í gær og gerðu liðin 1-1 jafntefli, jafnteflið tryggði Blikum 2 sætið í deildinni, annað árið í röð.

Talsverður vindur var í Eyjum í gær en ekki svo mikill að dómari leiksins, ákvað að leikurinn færi fram. Blikar komu til Eyja á laugardagskvöldið, leikmenn liðsins voru ekki glaðir með ferðina yfir, með Herjólfi. Þannig voru nokkrir leikmenn liðsins ælandi.

Blikar vildu fresta leiknum vegna veður en Eyjamenn höfnuðu því, þeir eru vanir að ferðast til lands í þessu veðri og fannst lítið mál að Blikar myndu gera það. Eyjamenn komu sem dæmi samdægurs í svipuðu veðri á miðvikudag, og léku gegn FH í deildinni.

Rætt var um atvikið í Pepsi Max-mörkunum í gær en Máni Pétursson, sérfræðingur þáttarins var lítt hrifinn af umræðu Blika.

„Þeir fóru í gær (laugardag) og síðan ferðu bara og leggur þig. Þetta er ekkert voða flókið. Ef Vestmanneyingar væru þannig að þeir gætu bara hringt í KSÍ og sagt að það væri vont í sjóinn þá væru fimmtán leikdagar sem ÍBV gæti spilað á sumrin,“ sagði Máni og hélt áfram:

„Þetta er algjört bull og auðvitað átti að spila þennan leik. Ég hef spilað í miklu verra veðri en ég hreyfði mig reyndar ekki mikið í þeim leik. Við spiluðum þarna með Keflavík og þurftum að vera tvo aukadaga í Eyjum því það var ekki hægt að fara með bátnum.“

Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og leikmaður Kórdrengja í dag, var ekki hrifinn af „vælinu“ í Ágústi Gylfasyni þjálfara og fyrirliðanum, Gunnleifi Gunnleifssyni að leik loknum. ,,Mikið svakalega eru Blikarnir soft, hálfpartinn hlægileg viðtölin við Gulla og Gùsta. Þeir fóru til Eyja á laugardaginn, ekki einsog Herjólfur hafi lagst upp að bryggju 2-3 tímum fyrir leik,“ skrifaði Magnús á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum