Fimmtudagur 27.febrúar 2020
433Sport

Býr Gary Martin í öðrum heimi en við hin? „Er að búa til sínar eigin gagnrýnisraddir“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. september 2019 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin, framherji ÍBV stal fyrirsögnum gærdagsins þegar hann kláraði sína gömlu félagi í Val. Gary Martin skoraði bæði mörk Eyjamanna í 2-1 sigri á Val, ein af óvæntustu úrslitum sumarsins.

ÍBV er fallið úr Pepsi Max-deild karla á meðan Valsmenn berjast fyrir sæti í Evrópu. Gary Martin hóf tímabilið með Val en var sagt að hypja sig burt eftir þrjár umferðir, hann hentaði ekki leikstí liðsins.

Framherjinn frá Englandi samdi svo við ÍBV um mitt tímabil og hefur skora sex mörk í níu leikum í deildinni, hann ræddi um mörkin við Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net í gær, áhugavert viðtal.

Gary talaði um að hlutir í umræðunni í sumar hefðu pirrað sig, hann hefði haft eitthvað að sanna. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum. Ræddi um þetta í hlaðvarpi Fótbolta.net.

,,Ég elska Gary Martin, ég elska Gary Martin. Fyrir utan að hann er drullu góður í fótbolta, við búum öll í einum heimi. Hvort hann sé góður eða slæmur, það fer eftir dögum hjá okkur flestum. En Gary Martin, hann býr síðan í einhverjum hliðar veruleika. Sem samtvinnast að okkar heimi þegar kemur að Pepsi Max-deildinni, ég hef svo yndislega gaman af þessum gæjum. Hann er að spila í ensku úrvalsdeildinni í huganum á meðan við erum að horfa á Pepsi Max-deildina. Þetta er svo yndislega skemmtilegt, ég dýrka hann,“ sagði Tómas í hlaðvarpi Fótbolta.net.

Tómas ræddi um viðtalið sem Gary fór í eftir leik og hafði margt um það að segja.

,,I got a point to prove? Nei, eins og þú hefur bent margsinnis á, þá ertu einn færasti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi síðustu 10 ár. Það hefur enginn efast um það, þú lentir í vondri stöðu á vondum stað, hjá liði sem var á vondum stað í upphafi móts. Frábær innan vallar, átt í einhverju smá basli utan vallar. Það fór í einhvern hundsrass hjá Val og hann var sendur í burtu. Það hefur enginn efast um gæði hans til að skora mörk, hann var að benda á það að hann hefði skorað meira fyrir botnliðið en sumir fyrir toppliðin. Hárrétt hjá honum, það hefur enginn efast um þennan hæfileik. Hann er að búa til sínar eigin gagnrýnisraddir.“

,,Hver hefur gagnrýnt hann fyrir formið hans? Ég er ekki að hvetja þig til að hætta þessu Gary, þetta er magnaður gæi.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær heimtar meira: ,,Munur á 15 mörkum og 25 mörkum“

Solskjær heimtar meira: ,,Munur á 15 mörkum og 25 mörkum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndirnar þegar Ronaldo hrinti ólátabelg í gær

Sjáðu myndirnar þegar Ronaldo hrinti ólátabelg í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United svarar fyrir sig á Facebook: Sagt að drullast í burtu en ætlar ekki neitt

Leikmaður United svarar fyrir sig á Facebook: Sagt að drullast í burtu en ætlar ekki neitt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona ætlar United að fjármagna kaupin á Jack Grealish

Svona ætlar United að fjármagna kaupin á Jack Grealish
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framlengja dvöl Patriks og lofsyngja frammistöðu hans

Framlengja dvöl Patriks og lofsyngja frammistöðu hans
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Garðar hjólar í KSÍ og segir hurðinni skellt á nefið: „Einungis kaldar kveðjur beint í andlitið“

Garðar hjólar í KSÍ og segir hurðinni skellt á nefið: „Einungis kaldar kveðjur beint í andlitið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bálreiður eftir tapið í gær – Kunna ekki að gefa stuttar sendingar

Bálreiður eftir tapið í gær – Kunna ekki að gefa stuttar sendingar
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Fossblæddi úr stjörnu Juventus í kvöld

Sjáðu myndirnar: Fossblæddi úr stjörnu Juventus í kvöld