fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
433Sport

Skúli Jón brotnaði niður eftir endurkomuna: „Ég fékk mjög alvarlegan heilahristing“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Jón Friðgeirsson, mun ljúka ferli sínum sem knattspyrnumaður eftir tæpar tvær vikur. Skúli og liðsfélagar hans í KR urðu, Íslandsmeistarar á mánudag.

Ekki var víst að Skúli myndi leika knattspyrnu á nýjan leik, eftir atvik sem kom upp rétt fyrir tímabilið. Hann fékk þá þungt höfuðhögg á æfingu.

„Það var algjört slys á æfingu. Ég og Arnór Sveinn hlupum á hvor annan á fullri ferð. Sáum ekki hvor annan og vorum meira að segja saman í liði á æfingunni. Skullum alveg svakalega saman og ég dett alveg út og var alveg frá í smá stund. Ég fékk mjög alvarlegan heilahristing sem ég var að fást við í hartnær þrjá mánuði,“ sagði Skúli Jón við Fréttablaðið.

Skúli reyndi að komast af stað en þurfti að slaka á. „Um leið og ég fór að hlaupa leið mér ömurlega daginn eftir. Eftir þennan mánuð tóku við tveir mánuðir þar sem ég var alltaf að prófa að æfa en varð alveg ónýtur í nokkra daga á eftir. Svo prófaði ég aftur og það var sama sagan. Þannig gekk þetta í tvo mánuði þangað til að allt í einu gekk þetta.“

Skúli snéri til baka um mitt mót og það voru gleðitár sem runnu niður vanga hans, eftir það.

„Þetta var erfiður tími og mánuðirnir langir þannig að þegar ég komst loksins aftur af stað og spilaði fyrsta leikinn minn á móti FH í Kaplakrika þá gekk ég út af, inn í klefa og brotnaði algjörlega niður. Það er langt síðan ég hef grátið svona. En þetta voru gleðitár.“

Viðtalið er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Það er það eina sem Grealish hugsar um“

,,Það er það eina sem Grealish hugsar um“
433Sport
Í gær

Sama regla gildir á næsta tímabili á Englandi

Sama regla gildir á næsta tímabili á Englandi
433Sport
Í gær

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn
433Sport
Í gær

Yngsti leikmaður sögunnar til að fá rautt spjald

Yngsti leikmaður sögunnar til að fá rautt spjald
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna í bobba: Nær ekki að selja húsið – Glæsileg eign

Stórstjarna í bobba: Nær ekki að selja húsið – Glæsileg eign
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gary ekki stoltur af því sem gerðist í gær: ,,Ég er enginn svindlari“

Gary ekki stoltur af því sem gerðist í gær: ,,Ég er enginn svindlari“