fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
433Sport

Hver er þessi nýjasta stjarna fótboltans?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ný stjarna komin upp á sjónarsviðið í knattspyrnunni en sá strákur ber nafnið Erling Braut Haland.

Haland er 19 ára gamall Norðmaður en hann skrifaði undir samning við RB Salzburg fyrr á þessu ári.

Haland kom til félagsins frá Molde í Noregi þar sem hann skoraði 14 mörk í 39 deildarleikjum sem táningur.

Strákurinn er einn allra efnilegasti leikmaður heims og er byrjaður að raða inn mörkum með Salzburg.

Norðmaðurinn hefur skorað 12 mörk í níu deildarleikjum sem er stórkostlegur árangur.

Hann skoraði þrennu fyrir lið Salzburg í kvöld sem vann sannfærandi 6-2 sigur á Genk í Meistaradeildinni.

Haland var að leika sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni og er nú aðeins þriðji táningurinn til að skora þrennu í fyrsta leik.

Hinir tveir eru þeir geðþekku Wayne Rooney og Yakubu en fleiri hafa ekki náð þessum merka áfanga.

Haland er fæddur í Leeds á Englandi en hann er sonur Alf-Inge Haland sem er fyrrum leikmaður Nottingham Forest, Leeds og Manchester City.

Hann hefur allan sinn feril þótt vera efnilegur og lék fyrir öll yngri landslið Noregs. Í dag Haland hluti af norska aðalliðinu og á að baki tvo leiki.

Það er ekki líklegt að strákurinn verði lengi hjá Salzburg þó að hann hafi gert fimm ára samning í janúar.

Haland er svokallaður ‘target senter’ en hann er 194 sentímetrar á hæð og er afar öflugur í loftinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Segist eiga inni fjórar milljónir evra: ,,Skuldar mér tíu sinnum hærri upphæð“

Segist eiga inni fjórar milljónir evra: ,,Skuldar mér tíu sinnum hærri upphæð“
433Sport
Í gær

Baunar á leikmann Liverpool: ,,Liðsfélagarnir hafa ekki verið ánægðir“

Baunar á leikmann Liverpool: ,,Liðsfélagarnir hafa ekki verið ánægðir“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kennir Brasilíu um græðgi Neymar: ,,Hugsum bara um peningana“

Kennir Brasilíu um græðgi Neymar: ,,Hugsum bara um peningana“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Leipzig búið að kaupa arftaka Werner

Leipzig búið að kaupa arftaka Werner