fbpx
Sunnudagur 20.október 2019  |
433Sport

Sjáðu gjöfina sem KR færði Val til minningar um Atla Eðvalds

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR varð Íslandsmeistari í Pepsi Max-deild karla í gær en liðið sigraði þá granna sína í Val, 1-0.

Valur hefur undanfarin tvö ár verið sterkasta lið landsins og vann áður meistaratitilinn tvö ár í röð.

Það er hins vegar KR sem fagnar titlinum þetta árið en Pálmi Rafn Pálmason tryggði liðinu sigur og titilinn á Hlíðarenda.

KR-ingar komu færandi hendi á Hlíðarenda í gær en Valsmenn fengu gjöf frá píluvinafélaginu.

Sú gjöf er til minningar um Atla Eðvaldsson sem lést nýlega eftir baráttu við krabbamein.

Atli er goðsögn í íslenskri knattspyrnu en hann bæði þjálfaði og lék með báðum liðum.

Falleg gjöf sem má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi með skot á Ronaldo: ,,Vil frekar að aðrir tali um mig“

Messi með skot á Ronaldo: ,,Vil frekar að aðrir tali um mig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ætli Gylfi Þór sé sammála? – ,,Það veit enginn af þessu en þetta er sannleikurinn“

Ætli Gylfi Þór sé sammála? – ,,Það veit enginn af þessu en þetta er sannleikurinn“