fbpx
Sunnudagur 20.október 2019  |
433Sport

Birtir minningargrein um Gillz og Blikasamfélagið: Elliheimilið Grund

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það varð ljóst í gærkvöldi að KR væri Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í fótbolta, liðið vann Pepsi Max-deild karla með gríðarlegum yfirburðum. Liðið vann 1-0 sigur á Val og varð þar með meistari.

Breiðablik var eina liðið sem veitti KR samkeppni en að dugði skammt, KR búið að vinna deildina þegar tveir leikir eru eftir. Blikar gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna í gær.

Egill Gillz Einarsson, er líklega frægasti stuðningsmaður Blika. Hann fær á baukinn frá hörðum KR-ingum í dag, sem nudda salti í sár hans.

Þannig birtir Reynir Elís Þorvaldsson, glerharður stuðningsmaður KR áhugaverðu færslu á Twitter. ,,Til minningar um Egil Gillz Einarsson og Blikasamfélagið, hefur Grund verið færð minningargjöf. Með innilegri hluttekningu. Vistmenn og 27faldir meistarar í knattspyrnu karla,“ stendur á myndinni og við færslu Reynis stendur RIP. Grín í hæsta gæðaflokki frá kokhraustum Íslandsmeisturum.

Gillz hefur verið einn af þeim sem hefur talað um aldur KR-liðsins, sem er það elsta í deildinni. Hann hefur líkt KR við elliheimilið Grund, vegna aldursins. KR-ingar nýta sér það í dag og skjóta á Gillz og aðra Blika.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi með skot á Ronaldo: ,,Vil frekar að aðrir tali um mig“

Messi með skot á Ronaldo: ,,Vil frekar að aðrir tali um mig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ætli Gylfi Þór sé sammála? – ,,Það veit enginn af þessu en þetta er sannleikurinn“

Ætli Gylfi Þór sé sammála? – ,,Það veit enginn af þessu en þetta er sannleikurinn“