fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Kolbeinn var klár: Það var ekkert að mér

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Elbasan:

Kolbeinn Sigþórsson skoraði annað mark Íslands í kvöld sem spilaði við Albaníu í undankeppni EM.

Kolbeinn er einu marki frá markameti Eiðs Smára Guðjohnsen en hann jafnaði metin í 2-2 í Albaníu í kvöld.

Því miður dugði það ekki til en Albanía vann 4-2 sigur og var frammistaðan ekki nógu góð að sögn Kolbeins.

,,Þetta eru svakaleg vonbrigði. Þegar þú færð á þig fjögur mörk þá er erfitt að vinna fótboltaleiki,“ sagði Kolbeinn.

,,Þetta var ekki í heildina góður leikur. Við vorum á eftir í öllum aðgerðum og það var mikið pláss á milli sóknar, miðju og varnar og sérstaklega í fyrri hálfleik.“

,,Svo í endann reynum við að skora til að jafna en þá gáfum við mörk og þetta gekk ekki upp.“

,,Við vorum hættulegir í seinni hálfleik og vorum með leikinn í höndunum, sérstaklega er við jöfnum í bæði skiptin.“

,,Vanalega þegar við komum til baka þá höldum við því en það gerðist ekki í dag og þriðja markið var óheppnismark. Fór í hendina á Kára og inn.“

,,Ég var klár og það var ekkert að mér, ég var auðvitað tilbúinn að byrja en svona var uppleggið. Í stöðunni 1-1 eða 2-2 var þetta í lagi en við klárum leikinn ekki nógu vel.“

,,Við hleypum þeim á milli okkar í aftasta fjórðung og þeir ná skoti á markið sem fer í Kára, þetta getur fallið hvar sem er og þetta féll ekki með okkur.“

,,Það er frábært fyrir mig að finna að ég sé að komast í stand og að finna markaskóna á ný. Þetta er að smella fyrir mig sem er það sem ég vonaðist eftir. Það er svekkjandi að það hafi ekki virkað að halda þessu í 2-2.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Í gær

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Í gær

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð