fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Höfðinginn segir að Gunnar Heiðar taki við ÍBV – „Get því miður ekki sagt neitt til um þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 14:09

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Heiðar Þorvaldsson veit ekki til þess að hann verði þjálfari ÍBV í haust. Þetta kemur fram á Fótbolta.net í dag.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr Football sagði í gær að Gunnar Heiðar yrði þjálfari ÍBV í haust. Ian Jeffs stýrir nú liðinu.

Gunnar Heiðar lagði skóna á hilluna fyrir tæpu ári og tók sér frí frá fótbolta. Ian Jeffs er aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, hann á því erfitt með að taka að sér starfið til framtíðar.

„Ég er með það, hver verður þjálfari þarna á næsta ári. Það er einn af dáðustu sonum eyjanna, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Hann tekur við í haust. Það er 99,8% öruggt. Þó svo að maður hafi ekki verið í Eyjum þá var maður með marga heimildarmenn þar og þessu var nánast hent í (Staðfest) svigann upp í brekku á föstudagskvöldið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson oft þekktur sem Höfðinginn í Dr Football.

Gunnar Heiðar segir við Fótbolta.net að það sé óráðið hvað hann geri í haust.

„Það er óráðið. Ég var búinn að lofa því að vera alveg án fótboltans á þessu tímabili og ferðast um Ísland með fjölskyldunni og gera eitthvað allt annað. Síðan sér maður til eftir tímabilið hvernig maður vill hafa þetta og hvort maður komi aftur inn í þetta hjá ÍBV og í hvaða hlutverki maður yrði þá. Það er allt óráðið hjá mér og ég get því miður ekki sagt neitt til um þetta núna,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net.

ÍBV situr í neðsta sæti Pepsi Max-deildar karla og nánast útilokað að liðið nái að bjarga sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð

Stórfurðuleg ákvörðun UEFA útskýrð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“

Hlustaðu á það sem gekk á fyrir norðan: Heimir lét Hallgrím heyra það – „Ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft“
433Sport
Í gær

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum

Svona er staðan í baráttunni um auka Meistaradeildarsætið – Mjótt á munum