fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Höskuldur minnist bróður síns sem féll frá á dögunum: „Þú varst, ert og verður alltaf mín helsta fyrirmynd í lífinu“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, minnist bróður síns í hjartnæmum pistli á Facebook síðu sinni. Bróðir hans, Hákon Guttormur Gunnlaugsson fæddist 19. maí 1991. Hann lést 10. ágúst síðastliðinn, aðeins 28 ára gamall.

Höskuldur, sem er samningsbundinn Halmstad í Svíþjóð, er á láni hjá Breiðablik um þessar mundir. Hákon, líkt og Höskuldur, lék knattspyrnu með Blikum á æskuárum sínum.

Höskuldur skrifar um bróður sinn og sameiginlegan áhuga þeirra á fótbolta í minningargrein sinni.

,,Þú kveiktir áhuga minn á fótbolta þegar ég fékk að fara með upp á Akranes að horfa á þig spila á Lottó-Búnaðarbankamótinu, þú 6 ára gamall og ég 3ja ára,“ skrifar Höskuldur í upphafi greinar sinnar.

Þeir bræður voru duglegir að æfa sig saman. ,,Við æfðum okkur hvern einasta dag á bílaplaninu sem var á móti gamla húsinu á Hafnarbrautinni á Kársnesinu þar sem við ólumst upp. Við lékum eftir hetjuleg „móment“ í fótboltasögunni á borð við sigurmark Zinedine Zidane á móti Bayer Leverkusen árið 2002, líkt og við værum sjálfir að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni.“

Það var ekki bara fótboltinn sem sameinaði þá bræður á yngri árum, oft var stutt í grínið.

,,Prakkarastrikin okkar eru sennilega hvað ljúfustu minningarnar sem ég á. Hólin sem var á vesturhlið garðsins notuðum við sem virki til þess að kasta snjóboltum í bíla. Við bjuggum til gúmmítúttubyssur úr rafmagnsrörum sem þú skarst út sem byssuhlaup og notaðir þumalinn á uppþvottahanska til þess að toga aftur reyniberin sem við settum ofan í hlaupið og skutum út um allar trissur.“

Hákon hjálpaði Höskuldi í gegnum erfiða tíma og leit Höskuldur mikið upp til stóra bróður síns. ,,Í gegnum unglingsárin og inn í fullorðinsárin varst þú mér svo ótrúlega dýrmætur og góður. Þú varst alltaf til staðar til þess að hlusta, leiðbeina og gefa af þér. Samtölin okkar urðu dýpri og heimspekilegri og þú varst minn áttaviti í gegnum oft erfiðan og ruglingslegan tíma. Ég vissi að þú gætir orðið snillingur í hvaða starfi sem þú kysir þér, svo hæfileikaríkur og klár varstu, en í gegnum þetta tímabil áttaði ég mig einnig á því að þinn helsti mannkostur var góðmennska þín og háa tilfinningagreind.“

,,Þú varst alltaf hlýr í viðmóti, það breyttist aldrei og ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig sem eldri bróður, þann besta sem hægt er að ímynda sér. Ég horfði svo ótrúlega mikið upp til þín elsku stóri bróðir, þú varst, ert og verður alltaf mín helsta fyrirmynd í lífinu.“

Pistil Höskuldar má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Í gær

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche