Fimmtudagur 27.febrúar 2020
433Sport

Þessir fimm koma til greina sem leikmaður ársins í Pepsi Max-deildinni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaspretturinn í Pepsi Max-deild karla er að fara af stað, aðeins fjórar umferðir eru eftir. ÍBV er fallið úr deildinni og KR er með aðra hönd á titlinum.

KR hefur sjö stiga forskot þegar fjórar umferðir eru eftir, liðið mætir hins vegar FH, Val og Breiðablik í síðustu þremur leikjunum. Það gætu því óvæntir hlutir gerst.

Senn fer að líða að því að leikmaður ársins í deildinni verði valinn, við ákváðum því að skoða hvaða leikmenn eiga möguleika á þeim verðlaunum.


Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Óvæntasti leikmaður ársins og líklega mikilvægasti leikmaður KR, eftir að hann meiddist lítilega hefur KR vélin hikstað. Arnþór batt saman varnarleik liðsins með öflugri frammistöðu á miðjunni.

Kristinn Jónsson (KR)
Er að eiga sitt besta tímabil í mörg ár, var lengi vel besti bakvörður deildarinnar en virtist vera á niðurleið. Hefur náð vopnum sínum á ný og gæti unnið verðlaunin.

Óskar Örn Hauksson (KR)
Lætur sóknarleik KR ganga, mikið mun betri en á síðustu leiktíð og er einn besti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.

Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Ellefu mörk fyrir Blika og hefur staðið fyrir sínu, refur í teignum. Hefur skarað fram úr í Blika liðinu.

Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Það er með ólíkndum að Hilmar hafi ekki fengið tækifæri í atvinnumennsku, enn eitt árið er hann einn sá besti í Pepsi Max-deildinni.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær heimtar meira: ,,Munur á 15 mörkum og 25 mörkum“

Solskjær heimtar meira: ,,Munur á 15 mörkum og 25 mörkum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndirnar þegar Ronaldo hrinti ólátabelg í gær

Sjáðu myndirnar þegar Ronaldo hrinti ólátabelg í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United svarar fyrir sig á Facebook: Sagt að drullast í burtu en ætlar ekki neitt

Leikmaður United svarar fyrir sig á Facebook: Sagt að drullast í burtu en ætlar ekki neitt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona ætlar United að fjármagna kaupin á Jack Grealish

Svona ætlar United að fjármagna kaupin á Jack Grealish
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framlengja dvöl Patriks og lofsyngja frammistöðu hans

Framlengja dvöl Patriks og lofsyngja frammistöðu hans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Garðar hjólar í KSÍ og segir hurðinni skellt á nefið: „Einungis kaldar kveðjur beint í andlitið“

Garðar hjólar í KSÍ og segir hurðinni skellt á nefið: „Einungis kaldar kveðjur beint í andlitið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bálreiður eftir tapið í gær – Kunna ekki að gefa stuttar sendingar

Bálreiður eftir tapið í gær – Kunna ekki að gefa stuttar sendingar
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Fossblæddi úr stjörnu Juventus í kvöld

Sjáðu myndirnar: Fossblæddi úr stjörnu Juventus í kvöld