fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

KSÍ skoðar það að innleiða hið umdeilda VAR á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VAR, eða myndbandsdómgæsla er að verða stór hluti af fótboltanum í stærstu deildum í heimi. Þannig eru öll vafaatriði nú skoðuð á myndbandi áður en ákvörðun er tekinn í leik.

Ekki eru allir sáttir með þessa þróunn, dómarar virðast sleppa því að taka erfiðar ákvarðarnir og láta myndbandsdómarann taka ákvörðun. Þá tekur þetta oft mikinn tíma, sem hægir á leiknum.

KSÍ er hins vegar að skoða það hvort hægt sé að innleiða VAR á Íslandi, ljóst er að það gerist ekki á næstunni. Fréttablaðið segir frá.

,,Við erum að kanna það hjá KSÍ hvort einhver flötur sé á því að notast við VAR í deildarkeppninni hér heima. Málið er á frumstigi og við erum þessa stundina að meta hvað það myndi kosta að innleiða VAR. Þegar kostnaðurinn liggur fyrir verður farið í það að meta hvort það sé raunhæft fyrir deildarkeppni af stærðargráðu íslensku deildanna að notast við slíka tækni. Það er ekki mögulegt að setja neinn tímaramma um það hvenær hægt sé að búast við VAR hérlendis en málið verður skoðað í vetur með það í huga að taka kerfið upp næsta sumar,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ í samtali við Fréttablaðið.

Það kostar mikla fjármuni að innleiða VAR, fleiri myndavélar þarf á alla leiki og auka kostnaður er við dómara. Að auki kostar búnaðurinn mikla fjármuni.

„Það er alveg ljóst að við þurfum fjárhagslegan stuðning frá UEFA til þess að þetta geti orðið að veruleika. Hvað þetta verkefni varðar eru lítil sem engin samlegðaráhrif af því að fara í samstarf við Norðurlöndin eða aðrar þjóðir. Þetta er enn nýtt af nálinni í heimsfótboltanum og skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist með framkvæmdina. Það hefur verið mismunandi eftir mótum og deildarkeppnum hvernig til hefur tekist. Til að mynda var ekki ánægja að öllu leyti með hvernig til tókst á HM kvenna í sumar og í Suður-Ameríkubikarnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin