fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
433Sport

Sjáðu fíaskóið á Hlíðarenda: Hjörvar Hafliða með útskýringu á hvað dómarinn gerði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í Pepsi Max-deild karla í gær er Íslandsmeistarar Vals fengu Stjörnuna í heimsókn. Fjörið byrjaði snemma leiks en Patrick Pedersen skoraði mark eftir aðeins sjö mínútur fyrir Valsmenn.

Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 28. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig.

Sölvi Snær Guðbjargarson kom svo Stjörnunni yfir, Stjarnan hélt svo að liðið hefði komist í 1-3 þegar Þorsteinn Már Ragnarsson kom boltanum yfir línuna. Á 74 mínútu dæmdi Helgi Mikael, dómari mark. 30 sekúndum síðar dæmdi hann markið af.

Síðan jafnaði Andri Adolphsson aftur fyrir heimamenn. Valsmenn fengu svo vítaspyrnu í blálokin en Patrick Pedersen klikkaði þar á punktinum. Haraldur Björnsson sá við honum og varði vel.

Dr. Football, HJörvar Hafliðason var með kenningu um málið. ,,AD1 segir við Hauk að Valsari hafi skallað boltann til Þorsteins Más. Haukur leiðréttir það og markið dæmt af. Sést í TV,“ sagði Hjörvar.

Umræðu um þetta má sjá úr Pepsi Max-mörkunum.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun
433Sport
Í gær

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“