Fimmtudagur 27.febrúar 2020
433

Óli Jó um markið umdeilda sem var dæmt af: ,,Hann átti að segja nei“

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. ágúst 2019 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, gat sætt sig við stig í kvöld er liðið mætti Stjörnunni í efstu deild karla.

Valsmenn gátu þó klárað leikinn undir lokin en Patrick Pedersen klikkaði þá á vítapunktinum.

,,Kaflaskiptur leikur en ég er ánægður með stigið,“ sagði Ólafur við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

,,Mér fannst við byrja fínt og skorum gott mark en saga okkar er að þegar við skorum mark þá er eins og við hræðumst eitthvað og þurfum að lenda undir til að fá knöttinn.“

,,Nú er bara næsti leikur, Vestmannaeyjar og við förum að undirbúa okkur fyrir það.“

Ólafur var svo spurður út í markið sem Stjarnan skoraði og komst í 3-1 en það var dæmt af.

Markið fékk að standa í ágætis tíma en Helgi Mikael dómari ákvað svo að dæma rangstöðu og var markið tekið af.

,,Ég sé ekki hvort hann sé rangstæður, þið vitið það. Þú veist það núna og ert að spyrja mig að því.“

,,Það sem mér skildist þá spurði hann leikmanninn hvort hann hefði komið við boltann og hann hefur örugglega sagt já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu. Hann átti að segja nei.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ræddi við fyrrum leikmann United áður en hann samdi við Liverpool

Ræddi við fyrrum leikmann United áður en hann samdi við Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er hann besti ungi leikmaður deildarinnar?

Er hann besti ungi leikmaður deildarinnar?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg meiddur á nýjan leik

Jóhann Berg meiddur á nýjan leik
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru fyrstu landsliðsmenn Íslands í eFótbolta

Þetta eru fyrstu landsliðsmenn Íslands í eFótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid telur sig geta fengið Mo Salah frá Liverpool í sumar

Real Madrid telur sig geta fengið Mo Salah frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær boðið að kaupa sænskan landsliðsmann

Solskjær boðið að kaupa sænskan landsliðsmann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu fyrstu innkaupaferð Bruno Fernandes á Englandi: Mikið af gosi og skeinipappír

Sjáðu fyrstu innkaupaferð Bruno Fernandes á Englandi: Mikið af gosi og skeinipappír
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lampard ætlar að hreinsa út: Átta leikmenn gætu farið og þessir kæmu í stað þeirra

Lampard ætlar að hreinsa út: Átta leikmenn gætu farið og þessir kæmu í stað þeirra