fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Segir að Gulli hafi frétt af kaupunum í fyrradag – ,,Reynir á þegar þú ert að verða níræður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. ágúst 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Gunnleifs Gunnleifssonar var rædd í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en um er að ræða einn vinsælasta hlaðvarpsþátt landsins.

Þeir Hjörvar Hafliðason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson fara þar yfir málin í íslensku knattspyrnunni og erlendis.

Það er óvíst hvað verður um Gulla næsta sumar eftir að Breiðablik ákvað að semja við Anton Ara Einarsson – hann kemur til félagsins frá Val.

Kristján talaði manna hæst og er ekki viss hvort Gulli ætli að berjast við Anton um markvarðarstöðuna eða hvort hann sætti sig við það að vera varamarkvörður.

Gulli hefur lengi verið aðalmarkvörður Breiðabliks en hann er orðinn 44 ára gamall og er því svo sannarlega kominn á seinni árin í boltanum.

,,Gulli er með samning, hann framlengdi á afmælisdaginn sinn í sumar. Ég geri ráð fyrir að hann verði áfram en það er spurning hvort hann verði varamarkvörður eða að þeir verði í fullri samkeppni um stöðuna,“ sagði Kristján.

,,Það kemur einhvern tímann að ‘fathers day’ eins og við höfum talað um margoft og Gulli hefur verið meiddur aðeins í sumar. Ég held að gervigrasið sé ekki að fara vel með hann, ef hann er að æfa mikið á gervigrasinu og svona á sumrin.“

,,Þú veist það sjálfur að ef þú ert markmaður og ert að fleygja þér á gervigrasi frekar en að vera á alvöru grasi þá reynir það á og hvað þá ef þú ert að verða níræður. Ég held að þetta verði þannig að Gulli verði support fyrir Anton. Eða að hann ætli sér bara í alvöru samkeppni og taka eitt tímabil í viðbót.

Mikael var ekki á sama máli og telur hann að Gulli muni ekki sætta sig við bekkjarsetu á næstu leiktíð.

Mikael bendir á að Gulli sé mögulega búinn hjá Blikum en að hann geti enn boðið upp á mikið hjá öðrum liðum.

,,Ég held að Gulli hafi ekki vitað neitt um þetta. Eins og ég sé þetta og hef heyrt þá gerir Gulli samning um daginn og ég held að það hafi ekki verið í samningnum: ‘þú veist svo að við erum að fara að semja við Anton Ara eftir tvær vikur.’

,,Ég held að Gulli hafi frétt þetta 100 prósent í fyrradag eins og við hinir og þótt að Gulli sé aðeins búinn að gefa eftir þá er hann samt einn besti markvörður deildarinnar, hann er að spila með Breiðablik sem er eitt besta lið deildarinnar.“

,,Þótt að það sé mögulega kominn tími á hann þar og að þessi geti slegið hann út þá er Gulli ekkert að fara að sitja á bekknum. Hann getur farið í fullt af öðrum liðum, hann situr ekki á bekknum sáttur. Annað hvort fer hann ef eitthvað lið býður honum sama samning og Blikar voru að gera eða að þetta verði barátta um markmannsstöðuna.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“

Jóhann Berg leyfir sér að dreyma – „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish

Ansi óvæntir orðrómar um Grealish
433Sport
Í gær

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?

Athyglisverð mynd kemur fram í sviðsljósið – Átti Manchester United að detta úr leik í gær?