Miðvikudagur 26.febrúar 2020
433Sport

Segja Finn Tómas vera ekta: Flettir ekki í gegnum Instagram – „Eins og mamma hans hafi klippt hann“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, Steve dagskrá fjallar um knattspyrnuna hér á landi öðruvísi en en flestir. Þeir tækla málin sem aðrir taka ekki eftir.

Takkaskór og hárgreiðslur er eitthvað sem Andri Geir Gunnarsson, annar stjórnandinn er sérfræðingur í þeim efnum. Í nýjasta þætti ræðir hann um Finn Tómas Pálmason, leikmann KR.

Finnur er einn efnilegasti leikmaður deildarinnar og hefur slegið í gegn með KR í sumar. ,,Hann er lang yngstur í liðinu, hann er ekki að fletta í gegnum Instagram og tékka hvernig hárgreiðslu hann eigi að hafa eða sokkana,“ sagði Andri Geir í þætti dagsins.

Andri heldur því fram að mamma Finns hafi komist í skærin. ,,Það er svolítið eins og mamma hans hafi klippt hann. Síðan hafi hárgreiðslan lifað í einn og hálfan mánuð. Það myndi sjást ef hann væri að reyna að vera svona.“

Vilhjálmur Freyr Hallsson sem einnig stýrir þættinum, segir að Finni sé alveg sama. ,,Hann virkar á mig sem gæi sem er drullu sama. Hann er gæi sem er ekta.“

Andri segir að Finnur klæðist gamalli týpu af takkaskóm, hann spáir ekki í svona hlutum.

,,Hann er í takkaskóm sem eru ekki flottir, þeir eru ekki ljótir. Þeir eru frá 2015, einhverjir skór sem hann hefur fengið fyrir löngu. Hann gæti sagt við liðstjórann að redda sér nýjum skóm.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður Ingi á reynslu í Noregi

Hörður Ingi á reynslu í Noregi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki viss um fyrirliðabandið hjá Arsenal – ,,Myndi hugsa mig tvisvar um“

Ekki viss um fyrirliðabandið hjá Arsenal – ,,Myndi hugsa mig tvisvar um“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu langþráð mörk Arons Jó í Svíþjóð í gær: Markvörðurinn gaf eitt

Sjáðu langþráð mörk Arons Jó í Svíþjóð í gær: Markvörðurinn gaf eitt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru 12 bestu liðin í sögu enska fótboltans: Neville og Carragher völdu

Þetta eru 12 bestu liðin í sögu enska fótboltans: Neville og Carragher völdu
433Sport
Í gær

Liverpool lenti undir en sneri leiknum við – 22 stiga forskot

Liverpool lenti undir en sneri leiknum við – 22 stiga forskot
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Hræðileg mistök Fabianski – Salah jafnaði

Sjáðu atvikið: Hræðileg mistök Fabianski – Salah jafnaði