fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |
433Sport

Hver er maðurinn sem Liverpool gæti þurft að treysta á?

Victor Pálsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er möguleiki á því að Liverpool þurfi að nota Andy Lonergan á morgun í leik gegn Southampton.

Alisson, aðalmarkvörður liðsins, er meiddur og þá er Adrian, varamarkvörður, einnig að glíma við smávægileg meiðsli.

Liverpool gæti því þurft að leita til Lonergan sem er 35 ára gamall og kom á frjálsri sölu í sumar.

Það eru ekki allir sem kannast við Lonergan en hann hefur spilað lítið af fótbolta undanfarin þrjú ár.

Lonergan hefur silað með Wolves, Leeds, Middlesbrough og Rochdale frá árinu 2016 og spilaði alls 25 deildarleiki.

Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Preston en þar lék hann frá árinu 2000 til 2011 við góðan orðstír.

Lonergan hefur komið víða við síðan þá og á einnig að baki þónokkra deildarleiki fyrir Bolton og Fulham.

Lonergan var efnilegur markvörður á sínum yngri árum og lék tíu U20 landsleiki fyrir England. Hann á þá einnig að baki einn landsleik fyrir Írland.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kennarasleikjan
433Sport
Í gær

Maddison svarar Sun fullum hálsi: ,,Betra en að mæta með blaðið ykkar“

Maddison svarar Sun fullum hálsi: ,,Betra en að mæta með blaðið ykkar“
433Sport
Í gær

Þórhallur lét allt flakka eftir leik: Veikur grunnur og lélegt umhverfi – ,,Spark í rassinn fyrir alla“

Þórhallur lét allt flakka eftir leik: Veikur grunnur og lélegt umhverfi – ,,Spark í rassinn fyrir alla“
433Sport
Í gær

Heimtaði að allir myndu fara í verkfall – Vildi sýna vini sínum stuðning

Heimtaði að allir myndu fara í verkfall – Vildi sýna vini sínum stuðning
433Sport
Í gær

Teitur kom með hugmyndir sem virkuðu ekki á Íslandi: ,,Menn voru í skóla, vinnum og áttu fjölskyldu“

Teitur kom með hugmyndir sem virkuðu ekki á Íslandi: ,,Menn voru í skóla, vinnum og áttu fjölskyldu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið: Veðmálaráðgjöf – Áhugaverðir stuðlar

Langskotið og dauðafærið: Veðmálaráðgjöf – Áhugaverðir stuðlar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti spilað gegn Liverpool þrátt fyrir brotið ljóta

Gæti spilað gegn Liverpool þrátt fyrir brotið ljóta