fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
433Sport

Sjö stærstu kynlífsskandalar sögunnar: Eldri kona í kattarbúning og skuggaleg leyndarmál

433
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumenn eru svo sannarlega ekki allir öðlingar og komast oft í fréttirnar fyrir neikvæða og siðlausa hluti.

Leikmenn skemma orðspor sitt með slæmri hegðun utan vallar og fá oft stimpil á sig sem fylgir þeim alla tíð.

Kynlífsskandalar eru algengir í boltanum og er hægt að nefna fjölmörg dæmi um leikmenn sem ættu að skammast sín fyrir hegðun sína.

Það er áhugavert að rifja upp sjö stærstu kynlífsskandala í sögu íþróttarinnar en um er að ræða atvik sem flestir áhugamenn ættu að kannast við.

Við byrjum þennan lista á Brassanum Ronaldo sem gerði garðinn frægan hjá liðum eins Inter Milan og Real Madrid.

7. Ronaldo og vændiskonurnar

Ronaldo var magnaður knattspyrnumaður á sínum tíma og er af mörgum talinn einn besti sóknarmaður sögunnar. Hann stundaði mök með þremur vændis-transkonum á hótelherbergi í Rio de Janeiro í heimalandinu, Brasilíu. Ein af vændiskonunum reyndi að kúga fé úr Ronaldo stuttu síðar sem var trúlofaður á þessum tíma.

6. Wayne Rooney og kattarkonan

Rooney hefur komist í fréttirnar fyrir að heimsækja vændishús en hann var fyrst gómaður sem táningur hjá Everton er öryggismyndavélar sáu Englendinginn labba þar inn. Samkvæmt fregnum var Rooney að hitta eldri konu sem var klædd í kattarbúning. Síðar á ferlinum var Rooney einnig ásakaður um að hafa farið í þrekant með tveimur vændiskonum. Hann er þó enn með eiginkonu sinni, Colleen Rooney.

5. John Terry og Wayne Bridge

Ein frægasta saga nútímanns er af John Terry, fyrrum fyrirliða Chelsea. Terry er ásakaður um að hafa barnað kærustu Wayne Bridge sem var þá liðsfélagi Terry hjá Chelsea. Framhjáhaldið átti að hafa staðið yfir í fjóra mánuði og endaði með því að Bridge yfirgaf Chelsea því hann gat ekki hugsað sér að leika í sama liði og Terry.

4. Franck Ribery, Sidney Govou, Karim Benzema og stúlka undir lögaldri

Þrír franskir landsliðsmenn sem komust í vesen árið 2010 þegar þeir voru ásakaðir um að hafa stundað mök með vændiskonu undir lögaldri. Zahia Deher var nafn hennar en samkvæmt fregnum var hún aðeins 16 ára gömul. Hún ræddi atvikið síðar opinberlega og sagði að þremenningarnir hafi alltaf komið vel fram við sig og að þeir hafi ekki vitað hversu gömul hún var í raun.

3. Stan Collymore og bílastæðið

Collymore lék með góðum liðum á sínum ferli og má nefna bæði Nottingham Forest og Liverpool. Collymore var gómaður á bílastæði árið 2004 er hann stundaði kynlíf með ónefndum aðilum. Collymore var giftur á þeim tíma og starfaði fyrir BBC. Eiginkona hans fyrirgaf honum en hann var um leið rekinn frá BBC.

2. Ashley Cole hélt framhjá Cheryl

Cole var giftur Cheryl Tweedy árið 2006 en hún er heimsfræg söngkona. Hárgreiðslukona opnaði sig opinberlega árið 2008 ásakaði Cole um framhjáhald. Cole sem lék með Chelsea á þessum tíma baðst afsökunar en fjórar aðrar konu stigu svo fram og ásökuðu hann um sama hlut. Cole og Cheryl skildu árið 2010.

1. Ryan Giggs og eiginkona bróður hans

Líklega frægasti kynlífsskandall sögunnar. Giggs var einn besti leikmaður heims um tíma er hann lék með Manchester United og vann ófáa titla. Giggs var fundinn sekur um framhjáhald á sínum tíma með eiginkonu bróður síns, Rodri Giggs. Það framhjáhald gekk á í heil átta ár og rústaði um leið sambandi Giggs og bróður hans. Giggs tókst að bjarga eigin hjónabandi en fjölskylda hans hefur ekkert viljað með hann hafa eftir fréttirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vonast til þess að kærusturnar geti hjálpað til á meðan útgöngubannið er í gangi

Vonast til þess að kærusturnar geti hjálpað til á meðan útgöngubannið er í gangi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tugmilljóna tap hjá FH og ÍBV: Mikill hagnaður á Hlíðarenda

Tugmilljóna tap hjá FH og ÍBV: Mikill hagnaður á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Andri Rafn flúði ástandið á Ítalíu og lýsir aðstæðum: „Mjög erfitt að fylgjast með þeim hörmungum“

Andri Rafn flúði ástandið á Ítalíu og lýsir aðstæðum: „Mjög erfitt að fylgjast með þeim hörmungum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Geir byrjar á blóðugum niðurskurði á Akranesi: „Ástandið á nokkrum vikum orðið kolsvart“

Geir byrjar á blóðugum niðurskurði á Akranesi: „Ástandið á nokkrum vikum orðið kolsvart“
433Sport
Í gær

Óásættanleg hegðun gæti hafa kostað skipti til Manchester United

Óásættanleg hegðun gæti hafa kostað skipti til Manchester United
433Sport
Í gær

Sjáðu hvar stórstjarnan er föst í einangrun: Hefur það betra en flestir – Allt til alls

Sjáðu hvar stórstjarnan er föst í einangrun: Hefur það betra en flestir – Allt til alls