fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |
433Sport

Mourinho hrósar grjótinu í vörn Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram um helgina en Liverpool byrjaði á því að leika sér að Norwich. Englandsmeistarar, Manchester City pökkuðu West Ham saman á útivelli.

Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum í sigri Burnley á Southampton og Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði er Everton sótti stig til Crystal Palace. Arsenal vann fínan útisigur á Newcastle og Manchester United vann öruggan 4-0 sigur á Chelsea.

Jose Mourinho var sérfræðingur hjá Sky Sports yfir leik United og Chelsea, hann hrósaði Harry Maguire mikið. Maguire lék þá sinn fyrsta leik með United en Mourinho vildi fá hann til félagsins fyrir ári, þegar hann var stjóri.

,,Maguire var besti maður vallarins, hann var eins og grjót,“ sagði Mourinho sem var rekinn frá United í desember, á síðasta ári.

,,Þú getur spilað mjög vel fram á við en ef þú heldur að það séu alltaf mistök að koma, þá tekur það sjálfstraust. Ef þú trúir því að að vörnin haldi þá gefur það sjálfstraust.“

,,Lindelöf getur orðið frábær leikmaður, með Maguire geta þeir orðið eitrað teymi.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt í steik hjá Beckham í Miami: Ætlaði að byggja ofan á gömlum ruslahaug

Allt í steik hjá Beckham í Miami: Ætlaði að byggja ofan á gömlum ruslahaug
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Solskjær sagður hafa lesið yfir Pogba og Rashford: Á ekki að koma fyrir aftur

Solskjær sagður hafa lesið yfir Pogba og Rashford: Á ekki að koma fyrir aftur
433Sport
Í gær

Þetta eru bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar: Jóhann Berg í 35 sæti

Þetta eru bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar: Jóhann Berg í 35 sæti
433Sport
Í gær

Hörmungar tölfræði Jesse Lingard

Hörmungar tölfræði Jesse Lingard