Guðni Bergsson var frábær knattspyrnumaður á sínum tíma en hann er í dag formaður KSÍ.
Guðni fagnaði 54 ára afmæli sínu í gær og fékk kveðju frá fyrrum félagi sínu, Bolton Wanderers.
Bolton var mun betra lið á þeim árum sem Guðni lék þar en félagið hefur verið í vandræðum síðustu ár.
Bolton sendi Guðna skemmtilega kveðju þar sem má sjá mark hans í leik gegn Barnsley árið 1997.
Markið var eitt það allra besta sem Guðni skoraði en hann átti þá þrumuskot fyrir utan teig sem hafnaði í netinu.
Stuðningsmenn Bolton elska Guðna enn þann dag í dag og skrifuðu fallegar kveðjur við færslu Bolton.
,,Einn sá besti sem við höfum átt,“ skrifar einn við færsluna og annar bætir við: ,,Hvar er Guðni þegar við þurfum mest á honum að halda?“
??? Today sees former Wanderers defensive rock and @footballiceland international @gudnibergs celebrate his 5⃣4⃣th birthday!
Who remembers this rocket against @BarnsleyFC back in 1⃣9⃣9⃣7⃣?! ?#BWFC ??pic.twitter.com/7u2Uh3wZRG
— Bolton Wanderers FC (@OfficialBWFC) 21 July 2019