Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur staðfest það að Gareth Bale sé á förum frá félaginu.
Bale tók ekki þátt í leik Real í nótt en liðið tapaði þá gegn Bayern Munchen 3-1 í æfingaleik.
Bale var ekki í leikmannahópi Real en hann hefur verið orðaður við brottför í allt sumar.
Zidane hefur nú staðfest það að Bale sé á förum en hann vill ekki nota vængmanninn á næstu leiktíð.
,,Bale var ekki í hópnum því Madrid er að reyna að losna við hann. Ef hann fer á morgun þá væri það best,“ sagði Zidane.
,,Þetta er ekkert persónulegt, ég hef ekkert á móti Bale en ég tek þessar ákvarðanir. Stundum þurfum við að breyta til.“