fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
433Sport

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wesley Sneijder, fyrrum leikmaður Inter Milan og Galatasaray, er orðinn virkilega pirraður á sögusögnum um hann og fyrrum konu hans, Yolanthe Cabau.

Yolanthe og Sneijder eru hætt saman en sá síðarnefndi staðfesti það í Instagram færslu í mars.

Á dögunum var svo greint frá því að Sneijder hafi þurft að borga henni 15 milljónir evra í skilnaðinum.

Sneijder segir að það sé algjört kjaftæði og er kominn með nóg af þessum bull sögusögnum um sitt einkalíf.

,,Þetta eru orðrómar sem eru byggðir á hatri, dreift af fávitum og hálfvitar trúa því,“ sagði Sneijder.

,,Ég ætla ekki að vera vinalegur lengur varðandi allt þetta kjaftæði sem fólk er að segja um mig og Yolanthe.“

,,Já við erum ekki saman lengur og það hefur verið þannig í nokkurn tíma. Nei við erum ekki skilin ennþá.“

,,Ég gerði mörg mistök í hjónabandinu en það er ekki ykkar mál. Yolanthe er ennþá svo góð við mig og ég virði það mikið.“

,,Hún sér um strákinn okkar á hverjum degi og hún sér um mig þó að við séum ekki saman lengur. Hún þarf ekki að taka við neinu frá mér því hún á sitt eigið.“

,,Tyrknenskir miðlar segja að hún hafi viljað 19 milljónir og að ég hafi gefið henni 15? Haha, þið verðið klikkaðari með hverjum degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Zidane breytir um skoðun og setur allt sitt traust á Bale

Zidane breytir um skoðun og setur allt sitt traust á Bale
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir af því þegar stuðningsmaður Liverpool meiddi Adrian

Sjáðu myndir af því þegar stuðningsmaður Liverpool meiddi Adrian
433Sport
Fyrir 2 dögum

Solskjær tjáir sig um mál Alexis og allar sögurnar: „Hann vill vera hluti af þessu hérna“

Solskjær tjáir sig um mál Alexis og allar sögurnar: „Hann vill vera hluti af þessu hérna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir Þorvald ekki hafa þorað að tala við Kára: „Hann var ömurlegur og sktíhræddur“

Segir Þorvald ekki hafa þorað að tala við Kára: „Hann var ömurlegur og sktíhræddur“