fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |
433Sport

Mamman hugsar bara um peninga og hann fær ekki að hitta krakkana: ,,Að sjá hvernig þau nota börnin mín gerir mig svo reiðan“

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 08:00

Wanda, Lopez og Icardi á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maxi Lopez, fyrrum framherji Barcelona, er sár þessa dagana en hann fær ekki að hitta börnin sín.

Lopez var eitt sinn giftur hinni umdeildu Wanda Nara en hún er í dag eiginkona framherja Inter, Mauro Icardi.

Wanda og Lopez eignuðustu þrjú börn saman áður en hún bað um skilnað og byrjaði í kjölfarið með Icardi. Talið er að Wanda hafi haldið framhjá með Icardi á meðan hún var gift Lopez.

Lopez spilar í Brasilíu þessa stundina en hann fær ekkert að hitta börnin sín og á í erfiðleikum með að tala við þau í símann vegna Wanda og Icardi sem vilja ekkert með hann hafa.

,,Þau leyfa mér ekki að hitta börnin mín. Ég hef séð þau tvisvar síðasta árið,“ sagði Lopez í sjónvarpsþættinum Podemos Hablar.

,,Ég reyni að tala við Wanda og allt á að vera okkar á milli en það endar alltaf á samskiptamiðlum.“

,,Þau sýna mér óvirðingu, hún hugsar bara um peninga þó að hún þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur.“

,,Ég sagði nýja eiginmanni hennar að hann myndi aðeins skilja það sem ég er að ganga í gegnum þegar hann verður sjálfur faðir.“

,,Að sjá hvernig þau nota börnin mín gerir mig svo reiðan. Hann hefur margoft skellt á mig í símanum þegar ég tala við þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu höllina sem City vill byggja í Manchester: Kostar 48 milljarða

Sjáðu höllina sem City vill byggja í Manchester: Kostar 48 milljarða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guðmundur tekur upp hanskann fyrir Gylfa: „Þungu fargi var létt af hon­um“

Guðmundur tekur upp hanskann fyrir Gylfa: „Þungu fargi var létt af hon­um“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

10 stórir skandalar þegar stjörnunar leituðu í vínið: Grunur um nauðgun – Nasistakveðja

10 stórir skandalar þegar stjörnunar leituðu í vínið: Grunur um nauðgun – Nasistakveðja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ógnvekjandi ástand í Grikklandi: Blóðug árás á saklaust fólk – Sjáðu myndirnar

Ógnvekjandi ástand í Grikklandi: Blóðug árás á saklaust fólk – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Mögnuð innkoma Sveins Arons Guðjohnsen skilar honum í lið vikunnar

Mögnuð innkoma Sveins Arons Guðjohnsen skilar honum í lið vikunnar
433Sport
Í gær

Hvað er hægt að gera svo Laugardalsvöllur sé nothæfur í mars?

Hvað er hægt að gera svo Laugardalsvöllur sé nothæfur í mars?
433Sport
Í gær

Á stjarna Manchester United ljótustu glæiskerru í heimi? – Sjáðu myndirnar

Á stjarna Manchester United ljótustu glæiskerru í heimi? – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 170 milljónir í boði

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 170 milljónir í boði