fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
433Sport

Neitaði að koma af velli og gerði allt vitlaust: Kepa yrði stoltur

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna flestir eftir því þegar Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, neitaði að koma af velli í leik gegn Manchester City í vor.

Kepa spilaði með Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins og átti að koma af velli fyrir Willy Caballero áður en vítakeppni myndi hefjast.

Kepa neitaði hins vegar að fara af velli og varð Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, algjörlega brjálaður á hliðarlínunni.

Eins ótrúlegt og það hljómar þá urðum við vitni að svipuðu atviki á mánudag er Gana og Túnis áttust við í Afríkukeppninni.

Markvörðurinn Mouez Hassen átti þá að koma af velli fyrir varamarkvörðinn Farouk Ben Mustapha.

Hassen harðneitaði hins vegar að koma af velli og vildi fá að taka þátt í vítakeppninni.

Eftir nokkrar erfiðar mínútur þá ákvað Hassen loksins að hlusta og gekk af velli. Túnis vann að lokum í vítakeppninni og fór áfram í næstu umferð.

Myndir af þessu má sjá hér.Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Verðmætustu varnarmenn heims: Tveir leikmenn Liverpool á toppnum

Verðmætustu varnarmenn heims: Tveir leikmenn Liverpool á toppnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dæmdur í fimm leikja bann fyrir að bíta ungan strák

Dæmdur í fimm leikja bann fyrir að bíta ungan strák