fbpx
Þriðjudagur 02.júní 2020
433Sport

Fengu nóg af honum og losuðu sig við hann: Sýndi kvennaliðinu enga virðingu – ,,Leiðindi og öskur“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marco Arnautovic var seldur frá West Ham á dögunum en hann er farinn í kínversku úrvalsldeildina.

Arnautovic verður ekki saknað hjá West Ham að mati Claire Rafferty sem er fyrrum leikmaður kvennaliðs félagsins.

Rafferty talar ekki vel um Arnautovic og segir að hann hafi oft sýnt kvennaliðinu óvirðingu á æfingasvæðinu.

,,Ég held að West Ham hafi loks fengið nóg af honum – Viðhorfið hans er augljóslega ekki gott,“ sagði Rafferty.

,,Á æfingasvæðinu þá var hann alltaf með leiðindi gagnvart okkur þegar hann labbaði framhjá.“

,,Við æfðum á sama stað og þeir en augljóslega á öðrum velli. Það gerðist nokkrum sinnum að hann sýndi okkur vanvirðingu.“

,,Hann var að yfirgefa sína æfingu og öskraði á okkur yfir vegginn og sýndi enga virðingu.“

,,Við vorum að æfa leikskipulag og honum var alveg sama um hvað var í gangi hjá okkur.“

,,Það er ekki séns að einhver af okkur hefði gert það sama við þá. Ég held að hann sé bara svona, hann er mjög hávær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu inn í höllina þar sem Jesse Lingard býr

Sjáðu inn í höllina þar sem Jesse Lingard býr
433Sport
Í gær

Nota þeir hljóð úr tölvuleik til að búa til stemmingu?

Nota þeir hljóð úr tölvuleik til að búa til stemmingu?
433Sport
Í gær

Sancho sendi sterk skilaboð: „Réttlæti fyrir George Floyd“

Sancho sendi sterk skilaboð: „Réttlæti fyrir George Floyd“
433Sport
Í gær

Bale með sveiflu gegn bauli

Bale með sveiflu gegn bauli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu tíu launahæstu á síðasta ári – Milljarður á milljarð ofan

Sjáðu tíu launahæstu á síðasta ári – Milljarður á milljarð ofan
433Sport
Fyrir 2 dögum

Agndofa eftir að hafa séð Emil skora geggjað mark með FH

Agndofa eftir að hafa séð Emil skora geggjað mark með FH
433Sport
Fyrir 3 dögum

Með gríðarlegt keppnisskap þegar litli vinurinn vaknar

Með gríðarlegt keppnisskap þegar litli vinurinn vaknar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stórt kýli í hálsi Hörpu varð til þess að hún leitaði til læknis: „Allt lífið gjörbreyttist“

Stórt kýli í hálsi Hörpu varð til þess að hún leitaði til læknis: „Allt lífið gjörbreyttist“