fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019
433Sport

Þórarinn er reiður: Rasísk ummæli Björgvins bíða dóms – „Takið bara helvítis ákvörðun“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. júní 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga og úrskurðarnefnd KSÍ mun síðar í vikunni birta dóm sinn er varðar rasísk ummæli Björgvins Stefánssonar, framherja KR. Í gær var greint frá því að dómurinn myndi birtast i dag, því hefur verið frestað.

Björgvin, leikmaður KR í Pepsi Max-deild karla, lét ummælin falla í beinni útsendingu á Haukar TV fyrir tæpum tveimur vikum. Björgvin sá um að lýsa leik Hauka og Þróttar R. á Haukar TV en þau lið áttust við í Inkasso-deild karla.

Björgvin er fyrrum leikmaður Hauka en hann tjáði sig um Archange Nkumu, leikmann Þróttar. ,,Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

Ekki eru allir sáttir með vinnubrögð aga og úrskurðarnefndar KSÍ og þar á meðal er Þórarinn Ásgeirsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Hauka. Hann er einnig einn besti vinur Björgvins.

Aga og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í gær í annað sinn eftir að mál Björgvins kom upp, án þess að komast að niðurstöðu.

,,Hvaða andskotans grín er þessi aganefnd? Takið bara helvítis ákvörðun. Hvaða helvítis vinnubrögð er að láta þetta hanga yfir mönnum svo vikum skiptir. Búnir að skýla sér bak við eitthverja afsökun um að safna gögnum en hafa samt ekki óskað eftir neinu frá Haukum að minnsta kosti,“ skrifar Þórarinn, reiður.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona vill kaupa varnarmann Manchester United

Barcelona vill kaupa varnarmann Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

City og United vilja borga sömu upphæðina fyrir Maguire

City og United vilja borga sömu upphæðina fyrir Maguire
433Sport
Í gær

Samningur Moyes við United ætti að renna út eftir sex daga

Samningur Moyes við United ætti að renna út eftir sex daga
433Sport
Í gær

Fulham staðfestir söluna: Jón Dagur til AGF

Fulham staðfestir söluna: Jón Dagur til AGF
433Sport
Í gær

Sagður vera alltof þungur fyrir efstu deild: ,,Huggulegur maður sem má alveg vera fimm kílóum of þungur“

Sagður vera alltof þungur fyrir efstu deild: ,,Huggulegur maður sem má alveg vera fimm kílóum of þungur“
433Sport
Í gær

Segir að slæmt tap ÍA hafi ekki komið á óvart: Sáum þetta á Englandi í vetur

Segir að slæmt tap ÍA hafi ekki komið á óvart: Sáum þetta á Englandi í vetur