fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
433Sport

Hefði Ólafur Ingi fengið sömu meðferð?: ,,Nú get ég hent þér útaf, vertu ekki að rífa kjaft“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 4. júní 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR vann gríðarlega sterkan sigur í Pepsi Max-deild karla á sunnudag er liðið mætti KA í sjöundu umferð.

Það var hart barist á Meistaravöllum en eina mark leiksins gerði Hrannar Björn Steingrímsson. Hann skoraði sjálfsmark fyrir KA.

KR var manni færri frá 52. mínútu leiksins en Kennie Chopart fékk þá að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Ívar Orri Kristjánsson gaf Kennie rauða spjaldið en sú ákvörðun var ekki vinsæl. Hún var rædd í hlaðvarpsþættinum Sóknin.

Hörður Snævar Jónsson og Hrafn Norðdahl fóru yfir málið og voru sammála um það að dómurinn væri rangur.

Kennie fékk fyrra gula spjaldið fyrir að ‘rífa kjaft’ og það seinna fyrir dýfu sem var heldur umdeilt.

,,Hvaða bull var þetta með þetta rauða spjald hjá Kennie Chopart?“ segir Hrafn.

,,Ef Ólafur Ingi Skúlason hefði gert það sama, heldur þú að hann hefði fengið gult spjald? Hann fær respect, landsliðsmaður. Af því Kennie er eins og hann er, hann er smá skaphundur og fer á áræðni og skapi og þá er bara gult spjald á þig, róaðu þig vinur.“

,,Í þessari svokallaðari dýfu, sem ég sá ekki að væri dýfa, ég veit alveg að dómarinn er að gera sitt besta en þetta var svona: ‘ha, ha,ha, nú get ég hent þér útaf, vertu ekki að rífa kjaft.’ Ég fékk það á tilfinningunni.“

Hörður tekur undir þessi ummæli og segir að leikmenn verði að fá að lifa sig aðeins inn í leikinn.

,,Dómari sem hefur spilað fótbolta á einhverju leveli, þó að það sé ekki nema upp í annan eða þriðja flokk og haft tilfinningu fyrir leiknum, hann skilur alveg þegar leikmaður er ósáttur.“

,,Hann bað út höndum og sagði eitthvað. Gefðu honum fimm eða tíu sekúndur til að anda og blása út. Ef hann heldur áfram eftir það þá er allt í lagi að spjalda hann.“

,,Þú verður að leyfa mönnum að lifa sig inn í leikinn, ekki fara beint í gult spjald.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Biðst afsökunar: Sagðist hafa tognað við að dúndra mömmu hans

Biðst afsökunar: Sagðist hafa tognað við að dúndra mömmu hans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pukki æðið nær hæstu hæðum: Forseti Frakklands fékk treyju hans í gjöf

Pukki æðið nær hæstu hæðum: Forseti Frakklands fékk treyju hans í gjöf
433Sport
Í gær

PSG fór illa með Real Madrid – Endurkoma Atletico gegn Juventus

PSG fór illa með Real Madrid – Endurkoma Atletico gegn Juventus
433Sport
Í gær

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“
433Sport
Í gær

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun
433Sport
Í gær

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“