fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019
433Sport

Hannes átti von á því að þessi umræða færi af stað: „Búið að vera mjög þungt á Hlíðarenda“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. júní 2019 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það er mikið búið að ganga á, búið að vera mjög þungt á Hlíðarenda,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins.

Hannes mætti heim í Pepsi Max-deildina í apríl, stærsta nafnið sem komið hefur heim í deildina lengi. Valur situr á botni Pepsi Max-deildarinnar, liðið sem allir spáðu titlinum.

Hannes hefur staðið sig með ágætum í slöku liði Vals, hann hefur gaman af því að spila hér heima þó illa gangi.

,,Þetta er nákvæmlega eins og ég mundi eftir þessu, það er mjög mikilvægt fyrir mig að vera að spila. Það hefði ekki gengið til lengdar að horfa á leiki og mæta svo að spila landsleiki, ég hef fundið fínan takt. Þó að ég sé hluti af liði Vals sem gengur illa, þá hef ég verið sáttur með það.“

Eftir að Hannes kom heim þá hefur átt sér stað umræða, hvort hann haldi sæti sínu í liðinu. Ögmundur Kristinsson og Rúnar Alex Rúnarsson, spila í sterkari deildum. Landsliðið mætir Albaníu á laugardag í undankeppni EM, eftir viku er svo leikur við Tyrki.

,,Ég átti alveg von á þessu, verandi á Íslandi og þeir að standa sig frábærlega. Þetta var viðbúið, þetta truflar mig ekki neitt. Ég undirbý mig að spila á laugardaginn, það er ekki flóknari en það.“

Viðtalið við Hannes er í heild hér að neðan.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona vill kaupa varnarmann Manchester United

Barcelona vill kaupa varnarmann Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

City og United vilja borga sömu upphæðina fyrir Maguire

City og United vilja borga sömu upphæðina fyrir Maguire
433Sport
Í gær

Samningur Moyes við United ætti að renna út eftir sex daga

Samningur Moyes við United ætti að renna út eftir sex daga
433Sport
Í gær

Fulham staðfestir söluna: Jón Dagur til AGF

Fulham staðfestir söluna: Jón Dagur til AGF
433Sport
Í gær

Sagður vera alltof þungur fyrir efstu deild: ,,Huggulegur maður sem má alveg vera fimm kílóum of þungur“

Sagður vera alltof þungur fyrir efstu deild: ,,Huggulegur maður sem má alveg vera fimm kílóum of þungur“
433Sport
Í gær

Segir að slæmt tap ÍA hafi ekki komið á óvart: Sáum þetta á Englandi í vetur

Segir að slæmt tap ÍA hafi ekki komið á óvart: Sáum þetta á Englandi í vetur