fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Sjáðu myndirnar: Lést eftir að hafa keyrt á 230 kílómetra hraða – Dekk á bílnum sprakk

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júní 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, Sevilla, Real Madrid og fleiri liða, lést í hræðilegu bílslysi á laugardag. Það kviknaði í bíl Reyes, eftir harkalegan árekstur. Reyes brann inni í bifreið sinni.

Fullyrt er í spænskum fjölmiðlum í dag að Reyes hafi ekið á 230 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði var 120 kílómetrar á klukkustund.

Dekkið á bíl Reyes sprakk með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vegg og skaust þaðan af veginum. Þar kviknaði í Mercedes bifreið hans.

Reyes ók um á Mercedes Brabus S550V, bifreið sem hann átti. Bílinn hafði hann ekki notað í marga mánuði, Reyes átti marga bíla. Loftþrýstingurinn í dekkjunum var því ekki eðlilegur, ef marka má fyrstu skýrslu lögreglu.

Með honum í för var Jonathan Reyes, 23 ára gamall frændi hans. Hann lést einnig samstundis, mikil sorg hefur ríkt á Spáni eftir þennan harmleik.

Reyes var afar öflugur knattspyrnumaður og lék með spænska landsliðinu. Atvikið átti sér stað rétt hjá Sevilla.

Myndir af ökutækinu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Í gær

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti