fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2019  |
433Sport

Gary Martin ber ekki kala til Vals eða Óla Jó: „Fólk misskildi orð mín um ferðalag kærustunnar til Akureyrar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júní 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski framherjinn, Gary Martin, skrifaði í gær undir samning við ÍBV. Þetta gerir hann skömmu eftir að hafa gert starfslokasamning við Val. Mikil læti voru í kringum mál Gary hjá Val. Valur vildi eftir þrjár umferðir í deildinni losna við framherjann, nokkrum mánuðum eftir að hafa gert þriggja ára samning við hann. Valur greiddi Gary talsverða fjárhæð svo að hann færi frá félaginu.

Gary kveðst hafa fengið þrjú tilboð á borð sitt frá liðum í Pepsi Max-deildinni, hann hafi valið ÍBV eftir að hafa hugsað málið.

,,Það er talsvert síðan að ég vissi af áhuga ÍBV, þeir gerðu tilboð um leið og allt fór í gang hjá Val. Ég var líka með tilboð frá KA og HK, þetta snerist á endanum um ÍBV og HK. Ég tel það vera skemmtilega áskorun að fara til ÍBV, liðið er í fallbaráttu og ætlar sér að halda sætinu. Ég hugsað líka út í allar mínar ferðir til Eyja, það er alltaf erfitt að vinna ÍBV. Þetta er rétt skref fyrir mig,“ sagði Gary þegar við ræddum við hann í dag.

,,Það er gott að fá strax annað félag, þetta er það sem ég elska, að spila fótbolta. ÍBV er gott félag, ég talaði við James Hurst, Eið Aron og fleiri. Það tala allir vel um ÍBV, þetta var aldrei spurning. Ég vil bara spila fótbolta og njóta þess aftur.“

Gary kemur til landsins í kringum 20 júní og byrjar þá að æfa með ÍBV. Þangað til verður hann staddur í Darlington á Englandi, hann er byrjaður að æfa til að vera í góðu formi, þegar hann mætir til Eyja.

,,Þessi deild er svakaleg, það geta allir unnið alla. Ég horfði á ÍBV – ÍA í gær, þar sérðu lið við botninn vinna efsta liðið. Þetta breytist svo fljótt með einum sigri og jafnvel einu marki. Ég horfði svo á Breiðablik – FH, þar gerir FH eina breytingu í hálfleik og fær á sig fjögur mörk. ÍBV á ekki að vera að berjast við botninn, liðið hefur tekið tvo góða sigra í röð, í deild og bikar. Það munar litlu á efstu og neðstu liðum deildarinnar.“

Í viðtali á Vísir.is kom fram að Gary hafi ekki viljað fara til KA í maí, þar var sagt að hann vildi ekki leggja ferðalagið á kærustu sína. Gary útskýrði málið, þegar við ræddu við hann um ferðalagið til Eyja.

,,Fólk misskildi orð mín um ferðalag hennar til Akureyrar, hún átti bókaða ferð í fjóra daga, Ég sagði að það væri ekki rétt að láta hana ferðast til Akureyrar og til baka fyrir svo stutta ferð, tveir dagar í ferðalag í svona stutta ferð. Þegar hún kemur til Vestmannaeyja, þá verður hún í tíu daga. Það er ekkert vandamál að ferðast, en fyrir fjóra daga þá sagði að ég það væri ekki heillandi. Fólk misskildi þessi orð mín.“

Gary lék áður með ÍA, hann þekkir landsbyggðina og er spenntur fyrir því að fara aftur þangað.

,,Ég þarf á því að halda, ég þarf að vera einn. Ef ég væri áfram í Reykjavík, þá væri fólk endalaust að spyrja mig út í Val. Ég þarf að einbeita mér að fótbolta, ég hef heyrt mjög góða hluti um ÍBV. Þetta er sex mánaða samningur, ef ég nýt þess að spila þarna þá gæti ég vel framlengt. Núna er bara að hjálpa liðinu að halda sér í deildinni.“

Eins og fyrr segir voru talsverð læti í kringum brotthvarf Gary frá Val, hann ber þó engan kala til félagsins.

,,Ég ber engan kala til Vals í dag, ég ber virðingu fyrir Óla Jó. Ég ber virðingu fyrir leikmönnum liðsins, ég verð ekki í neinum hefndarhug þegar ég mæti Val. Valur er með best mannaða hóp landsins, ég er alveg klár á því. Ég held að Valur verði ekki mikið lengur í kjallaranum, svona er fótboltinn. ÉG er auðvitað spenntur fyrir því að mæta Val, ég þekki liðið vel og get vonandi hjálpað ÍBV í þeim leik, eins og öðrum.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni: Stórliðin með sína menn

Lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni: Stórliðin með sína menn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum vonarstjarna í tveggja ára fangelsi: Sjáðu þegar hann lamdi konu ítrekað

Fyrrum vonarstjarna í tveggja ára fangelsi: Sjáðu þegar hann lamdi konu ítrekað
433Sport
Í gær

Heimir Guðjónsson að snúa aftur til Íslands

Heimir Guðjónsson að snúa aftur til Íslands
433Sport
Í gær

Lögreglan þurfti að nota kylfur: Sjáðu slagsmálin eftir umdeildan dóm

Lögreglan þurfti að nota kylfur: Sjáðu slagsmálin eftir umdeildan dóm
433Sport
Í gær

Íslandsmeistararnir klaufar gegn Blikum – Sex marka veisla í Kópavogi

Íslandsmeistararnir klaufar gegn Blikum – Sex marka veisla í Kópavogi
433Sport
Í gær

Það góða og slæma úr veislunni í Kópavogi: Smiðurinn mun lemja í borðið í kvöld

Það góða og slæma úr veislunni í Kópavogi: Smiðurinn mun lemja í borðið í kvöld